Fara í efni
  • Námið - Mýrarhúsaskóli

Námið

Í Mýrarhúsaskóla eru nemendur í 1. - 6. bekk.

Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð og vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni allt skólastarfið. Nemandinn er ávallt í brennidepli í skólanum, líðan hans og þarfir. Stefnt er að því að nemendur njóti og hafi gleði af náminu í hvetjandi umhverfi sem virkjar frumkvæði þeirra, hugvit og sköpunargáfu. 

Áhersla er lögð á að laða að og halda í metnaðarfullt starfsfólk sem vinnur að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi. Skólinn leggur áherslu á heilbrigðan metnað nemenda, sjálfstæði og ábyrgð. Þungamiðja í stefnumörkun skólans felst í áherslu á alhliða þroska og menntun hvers og eins, jákvæðum aga og virkri þátttöku alls skólasamfélagsins. 

Skólinn starfar eftir skólastefnu Seltjarnarness.

 

Síðast uppfært 27. október 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?