Fara í efni

Hátíðleg morgunstund í Mýró

Í morgun var haldinn jólasamsöngur í Mýrarhúsaskóla þar sem nemendur, starfsfólk og foreldrar komu saman og sungu bæði hátíðleg og fjörug jólalög.
Þetta var hátíðleg stund þar sem jólaandinn sveif yfir vötnum. Nokkrir foreldrar sáu um undirleik fyrir okkur, sem gerði þetta enn hátíðlegra. Þá var tekið forskot á sæluna og kveikt á öllum fjórum kertunum á aðventukransinum okkar. Fyrir þá sem ekki voru komnir í jólaskap hlýtur þessi samsöngur að hafa snarbreytt því.
 
Við þökkum öllum sem komu og voru með okkur á þessari dásamlegu jólastund.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?