Í heimsókninni ræddu þær við nemendur um samskipti og líðan og um umferðaröryggi, meðal annars um umferðarljósin og hjólahjálma. Þær sögðu einnig frá starfi lögreglunnar og svöruðu fjölmörgum spurningum nemenda, sem sýndu mikinn áhuga – sérstaklega á því hvernig lögreglan tekst á við glæpi og nær bófum.
Nemendur fengu að skoða hluta af búnaði lögreglunnar, þar á meðal búningana og kylfurnar. Í lokin fengu allir litla gjöf frá þeim – límmiða og endurskinsmerki til að minna á mikilvægi öryggis í umferðinni, sérstaklega í skammdeginu.
Markmið samfélagslöggunnar með slíkum heimsóknum er að styrkja tengsl lögreglunnar við börn og ungmenni, byggja traust og gera störf lögreglu sýnilegri í daglegu lífi.