Fara í efni

Kennsluhættir

Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og fjölbreytt námsumhverfi þar sem nemendur fá að kynnast mismunandi vinnulagi og kynnast þeim námsaðferðum sem hentar þeim best. 

Nemendur eru í bekkjum á yngsta- og miðstigi þar sem umsjónarkennarar sjá almennt um kennslu sinna umsjónarbekkja nema í íþróttum, sundi og list- og verkgreinum.

  • Í 1. og 2. bekk er áhersla á lestur og eru námsgreinar að stórum hluta samþættar.
  • Í 3. – 6. bekk eru náttúru- og samfélagsgreinar samþættar og kennt í þemum þar sem nemendur vinna fjölþætt verkefni og lögð er áhersla á að samþætta þemavinnuna að hluta fleiri námsgreinum svo sem list- og verkgreinum.

Í öllum námsgreinum er áhersla lögð á leiðsagnarnám þar sem hverjum nemanda er veitt leiðsögn sem hjálpar honum að ná þeim markmiðum sem hann stefnir að. Þá er unnið að því að nemendur tileinki sér vaxandi hugarfar þar sem þau byggju upp þrautseigju og trú á eigin getu.

Meira um leiðsagnarnám

Síðast uppfært 28. október 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?