Fara í efni

Námsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi skólans er Helga Sigríður Eiríksdóttir

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval.

Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða fyrir milligöngu starfsfólks skólans. Fyrrverandi nemendur eru einnig velkomnir. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er meðal annars:

  • að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur
  • að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum
  • að veita upplýsingar um nám, framhaldsskóla og atvinnulíf
  • að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið
  • að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla,
  • að undirbúa nemendur fyrir flutning milli skóla og skólastiga
  • að aðstoða nýja nemendur við aðlögun
  • að sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf
  • að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum í skólanum og gegn einelti
  • að taka þátt í að skipuleggja starfsfræðslu.

Hafa samband

Helga Sigríður Eiríksdóttir náms- og starfsráðgjafi

Netfang: helgae@seltjarnarnes.is

Sími: 5959250

 

Síðast uppfært 11. september 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?