Fara í efni

Stoðþjónusta

Stoðþjónusta Valhúsaskóla nær yfir sérkennslu og stuðning, námsráðgjöf, sálfræðiaðstoð og fleira.

Stoðþjónustan leitar ávallt allra leiða til að koma til móts við þarfir nemenda sem á þurfa að halda og er unnið í góðri samvinnu við foreldra. 

Ágústa Elín Ingþórsdóttir er deildarstjóri stoðþjónustu skólans.

Námsráðgjöf

Helga Sigríður Eiríksdóttir er Náms- og starfsráðgjafi skólans.

Netfang: helgae@seltjarnarnes.is
Sími: 5959250

Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í málum sem snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Allir nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða fyrir milligöngu starfsfólks skólans. Fyrrverandi nemendur eru einnig velkomnir. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er meðal annars:

  • að leiðbeina nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur
  • að veita nemendum ráðgjöf í einkamálum
  • að veita upplýsingar um nám, framhaldsskóla og atvinnulíf
  • að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og setja sér markmið
  • að vera stuðningsmaður nemenda vegna erfiðleika eða áfalla,
  • að undirbúa nemendur fyrir flutning milli skóla og skólastiga
  • að aðstoða nýja nemendur við aðlögun
  • að sinna fyrirbyggjandi starfi með fræðslu og ráðgjöf
  • að vinna með kennurum og öðru starfsfólki að bættum samskiptum í skólanum og gegn einelti
  • að taka þátt í að skipuleggja starfsfræðslu.

Heilsugæsla 

Þórunn Ólafsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur Valhúsaskóla.

Netfang: thorunn.olafsdottir@heilsugaeslan.is
Sími: 595 9250
Viðverutími: 

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.

Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna.

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengiliði farsældar.

Tengiliðir skólans eru:

Meira um Farsældarlögin og þjónustu á landsvísu

 

Síðast uppfært 22. september 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?