Fara í efni

Kennsluhættir

Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og námsumhverfi þar sem nemendur fá að kynnast mismunandi vinnulagi og kynnast þeim námsaðferðum sem hentar þeim best.

Í hverri námsgrein er áhersla lögð á leiðsagnarnám þar sem hverjum nemanda er veitt leiðsögn sem hjálpar honum að ná þeim markmiðum sem hann stefnir að. Enn fremur er lögð áhersla á að bæta lestrarhæfni nemenda í 7. - 10. bekk en skólinn leggur mikla áherslu á að nemendur, alveg upp í 10. bekk lesi heima nokkrum sinnum í viku.

Meira um leiðsagnarnám

Síðast uppfært 08. september 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?