Í Mentor er hægt að fylgjast með þeim upplýsingum sem skólinn skráir í tengslum við skólagöngu hvers nemanda.
Nemendur og aðstandendur eiga sitt heimasvæði í Mentor sem kallast Minn Mentor. Umsjónarkennarar útvega nemendum aðgang að Mentor en aðstandendur geta skráð sig inn á Mentor svæðið í gegnum heimasíðu Mentor eða í gegnum Mentor appið. Leiðbeiningar og svör við ýmsum algengum spurningum má finna á InfoMentor auk þess sem útbúnar hafa verið sérstakar handbækur fyrir nemendur og aðstandendur.