Fara í efni

Skólastarfið

Skólastarfið er fjölbreytt og byggir á faglegum áætlunum, stefnum og skipulagi.

Skólanámskrá og starfsáætlun

Lögum samkvæmt skal hver grunnskóli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun og er hún hér birt í sameinuðu skjali. Í skólanámskránni er útfærsla skólans á aðalnámskrá grunnskóla. Þar er að finna upplýsingar um stefnu skólans, starfshætti, námsmat, útfærslu á grunnþáttum menntunar og þær áætlanir sem grunnskólum ber að standa skil á. Starfsáætlun breytist árlega og er í henni gert grein fyrir starfstíma skólans. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Mikilvægt er fyrir alla í skólasamfélaginu að kynna sér skólanámskrá og starfsáætlun vel fyrir hvert skólaár.

 Stefna og áætlanir

Aðgerðaráætlun gegn einelti og ofbeldi

Áfallaáætlun

Rýmingaráætlun

 

 Mat á skólastarfi

 Skólareglur

Símafriður í Valhúsaskóla tók gildi 1. janúar 2025.

 

 

 Viðmið um skólasókn

Börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld. Foreldrar bera ábyrgð á því að börn á skólaskyldualdri innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám. Nemendur eiga rétt á því að skólinn sé góður vinnustaður þar sem þeir dvelja við öruggt og hvetjandi námsumhverfi undir leiðsögn kennara.

Skólaskylt barn og ungmenni er skyldugt að sækja skólann. Ef misbrestur verður á skólasókn berforeldrum/forráðamönnum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hefur Valhúsaskóli sett sér viðmið og reglur til að vinna eftir.

Liður í því að ná sem bestum árangri er að umsjónarkennarar allra bekkja sendi foreldrum/forráðamönnum vikulega upplýsingar um skólasókn nemenda sinna.

 

Reglur um ástundun í Valhúsaskóla


Súpufundur með foreldrum þar sem skólastarf vetrarins var kynnt, farið yfir ýmiss praktísk mál og boðið upp á fyrirlestur.

Síðast uppfært 01. desember 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?