Fara í efni

Grunnskólabyrjun

Það eru stór tímamót í lífi barns og fjölskyldu þess þegar barnið byrjar í grunnskóla. Á Seltjarnarnesi er lögð áhersla á að skiptin frá leikskóla yfir í grunnskóla séu með þeim hætti að börnin aðlagist skólaumhverfinu á jákvæðan hátt.

Foreldrar/forráðamenn fá bréf í upphafi hvers árs þar sem þau fá upplýsingar um skráningu barnsins í Mýrarhúsaskóla. Frá mars og fram í maí koma nemendur leikskóla Seltjarnarness í þrjár heimsóknir og í ágúst hefst svo sumarskólinn. Sumarskóli er í boði í ágúst fyrir þau börn sem eru við að hefja skólagöngu og er hann staðsettur í Skjólinu Mýrarhúsaskóla.

Í sumarskólanum fá börnin tækifæri til að venjast skólaumhverfinu í Mýrarhúsaskóla og una sér við metnaðarfulla dagskrá, leik og útiveru jafnt innan skólans, á skólalóðinni sem og í vettvangsferðum. Nemendur fá auk þess boð um þátttöku á sundnámskeiði.

  • Leikskóli Seltjarnarness sendir í maí ár hvert út tölvupóst til foreldra með boði um þátttöku og innritun í sumarskólann.
  • Sumarskólinn hefst að loknu sumarfríi leikskólans.
  • Gjaldskrá leikskólans gildir fyrir sumarskólann.
  • Gjald fyrir sundnámskeið er innheimt með leikskólagjaldinu.
  • Fullt fæði er í sumarskólanum.

Að vori er foreldrum væntanlegra 1. bekkinga boðið í heimsókn í skólann að morgni. Þar er þeim kynnt stuttlega starfsemi skólans, bekkjarskipan og sú þjónustu sem skólinn veitir. Seinni hluti skólakynningar 1. bekkjar er svo í september. Þar fá foreldrar tækifæri til að kynnast innbyrðis, fræðast um stefnu skólans, námsefni í byrjendakennslu og stoðkerfi skólans.

Síðast uppfært 28. október 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?