Fara í efni

Umferð og aðkoma að skólanum

Nemendur eru hvattir til þess að ganga eða hjóla í skólann þegar þeir hafa aldur til. Mælt er með að foreldrar fylgi börnum sínum í skólann meðan þau eru að læra að rata og er þá gott að styðjast við gönguleiðakort til að finna öruggustu leiðina. 

Hjól eiga að vera á hjólageymslusvæðið við gamla Mýró. Hvorki má hjóla á skólalóðinni eða nota hjólin á skólatíma. Mikilvægt er að muna eftir endurskinsmerkjunum sem allir eiga að nota í skammdeginu.

Mýrarhúsaskóli stendur við Nesveg og eru bílastæði starfsfólks við gamla Mýrarhúsa­skóla. Til að gæta öryggis þeirra barna sem ganga eða hjóla í skólann óskum við eftir að börn, sem aka þarf í skólann, séu sett úr bílum nokkuð frá skólunum og þau látin ganga síðasta spölinn. Foreldrum í Mýrarhúsaskóla er bent á sleppistæði við Nesveg sem eingöngu er ætlað til að hleypa nemendum úr bílum en bannað er að leggja á þessum stað.

 

Síðast uppfært 28. október 2025
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?