Fara í efni

Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð frá félagsþjónustunni fer eftir 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglum um fjárhagsaðstoð sem samþykktar voru í bæjarstjórn Seltjarnarness 17. desember 2019. Upphæðir fjárhagsaðstoðar eru uppreiknaðar 1. janúar ár hvert.

Í 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga segir m.a. að hverjum manni er skylt “að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára”. Verði einstaklingur að leita eftir aðstoð sveitarfélagsins um þetta þarf hann að vera fjárráða og eiga lögheimili í bænum. Fjárhagsaðstoð er veitt í tengslum við önnur úrræði, t.d. ráðgjöf og leiðbeiningar.

 

Umsóknir eru teknar fyrir á fundum starfsmanna og í vissum tilfellum einnig lagðar fyrir fjölskyldunefnd. Áfrýja má niðurstöðu fjölskyldunefndar til Úrskurðarnefndar velferðarmála.

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í reglum um fjárhagsaðstoð og hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð rafrænt á mínum síðum.

Síðast uppfært 11. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?