Fara í efni

Hallsteinn Sigurðsson - Maður og kona

Frummynd þessa verks er frá 1968 og er nú í eigu Listasafns Íslands. Það var stækkað og reist á núverandi stað neðan við Seltjarnarneskirkju árið 1989.

Ár: 1968/1989.
Efni: ál.
Stærð: 300x96x47 cm.
Staðsetning: á Plútóbrekka.

 

Hallsteinn Sigurðsson (f. 1945) hefur alla tíð unnið höggmyndir sínar að mestu í málm, einkum í ál eins og í þessu tilviki. Myndefnið er samruni tveggja manneskja þar sem karlhlutinn er stærri og sterklegri og umlykur kvenhlutann á verndandi hátt. Ef þessir hlutar væru séðir sinn í hvoru lagi væri erfitt að greina í þeim mannsmyndir, en samtefling þeirra og samspil gæða þá meiningu og lífi. Listamaðurinn er bróðursonur Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara, en hér má fremur finna skyldleika við agaðan módernisma Sigurjóns Ólafssonar á sjöunda áratugnum.

Texti eftir Ásdísi Ólafsdóttur, listfræðing.

Hljóðleiðsögn um listaverkið "Maður og Kona". Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur les.

Ýtið á "play" takkann fyrir neðan til að spila hljóðleiðsögn.

Síðast uppfært 18. maí 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?