Fara í efni

Öflugt íþróttastarf á Seltjarnarnesi

Mikil gróska er í íþróttastarfi á Seltjarnarnesi og gegnir Íþróttamiðstöð Seltjarnarness lykilhlutverki í starfsseminni ásamt gervigrasvelli við Suðurströnd. Nýtt fimleikahús var opnað árið 2019 og íþróttahúsið endurbætt samhliða.

Innan raða Íþróttafélagsins Gróttu eru knattspyrnudeild, fimleikadeild og handknattsleiksdeild . Þar er góð aðstaða fyrir alla íþróttaiðkun fyrir skóla og íþróttafélög jafnt og almenning.

Sundlaug Seltjarnarness er einnig staðsett við Íþróttamiðstöðina og er hún sívinsæl meðal bæjarbúa. Að starfinu koma margir aðilar jafnt sjálfboðaliðar sem og fagaðilar. Samvinna er milli félagsmiðstöðvarinnar, æskulýðsstarfs skólanna og kirkjunnar sem hefur skilað sér í aukinni þátttöku unglinga í starfi þessara aðila. Þá æfir Sunddeild KR einnig í Seltjarnarneslaug.

Íþróttafélagið Grótta um rekstur Íþróttahúss, fimleikahúss og gervigrasvöll Seltjarnarnesbæjar. Innan íþróttamiðstöðvar eru 6 íþróttasalir, þrír stórir og 3 minni speglasalir. Tveir af stóru sölunum eru notaðir af skólunum frá 08:00 - 14:00, en frá þeim tíma og til miðnættis taka deildir Gróttu við, ásamt almennri útleigu. Þriðji stóri salurinn er nýbyggður og sérhæfður sem fimleikasalur þar sem fimleikadeild Gróttu hefur æfingaaðstöðu. Í speglasölunum fer fram ballettkennsla, yoga og önnur almenningsleikfimi. Í nýbyggingunni er einnig skrifstofu- og félagsaðstaða Gróttu og stærra anddyri ásamt búnings- og sturtuaðstöðu.

Síðast uppfært 01. desember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?