Fara í efni

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar

Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar er skipuð 7 bæjarfulltrúum og 7 til vara sem kosnir eru hlutfallskosningu til fjögurra ára í senn.

Frá vinstri: Guðmundur Ari Sigurjónsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Svana Helen Björnsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir og Magnús Örn Guðmundsson.

Bæjarstjórn fer með stjórn Seltjarnarneskaupstaðar samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og annarra laga. Undir bæjarstjórn heyrir bæjarstjóri sem sér um daglega starfsemi bæjarins. Bæjarstjóri fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum bæjarfélagsins að svo miklu leyti sem bæjarstjórn hefur ekki falið öðrum slíka yfirstjórn. Bæjarstjórn kýs fulltrúa í nefndir, ráð og stjórnir samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða og samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar 2022 - 2026

Aðalmenn Varamenn
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, 1. varamaður
Ragnhildur Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hildigunnur Gunnarsdóttir, 2. varamaður
Magnús Örn Guðmundsson, 1. varaforseti bæjarstjórnar Örn Viðar Skúlason, 3. varamaður
Svana Helen Björnsdóttir, 2. varaforseti bæjarstjórnar Grétar Dór Sigurðsson, 3. varamaður
Guðmundur Ari Sigurjónsson Karen María Jónsdóttir, 1. varamaður
Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir Guðmundur Gunnlaugsson, 1. varamaður
Bjarni Torfi Álfþórsson Eva Rún Guðmundsdóttir, 2. varamaður
Síðast uppfært 15. nóvember 2022
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?