Fara í efni

Grunnskóli Seltjarnarness

Grunnskóli Seltjarnarness er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólastarfið fer fram í tveimur skólahúsum; Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.

Skólastjóri: Kristjana Hrafnsdóttir
Aðstoðarskólastjórar: Svala Baldursdóttir og Laufey Kristjánsdóttir 

Mýrarhúsaskóli stofnaður 1875

Valhúsaskóli stofnaður 1974

 

Skólastarfið

Í Grunnskóla Seltjarnarness eru um 600 nemendur og við skólann starfa um 120 manns. Nemendur í 1.-6. bekk eru í Mýrarhúsaskóla og í Valhúsaskóla eru nemendur í 7.-10. bekk. Í starfi skólans er auk menntunar, sem byggð er á Aðalnámskrá grunnskóla, unnið að því að byggja upp jákvæða sjálfsmynd nemenda þar sem gagnkvæm virðing og góð samskipti eru höfð að leiðarljósi.

Allt skóla- og tómstundastarf á Seltjarnarnesi er samofið og skipulagt með þeim hætti að það falli vel að daglegu lífi fjölskyldna og innan hins hefðbundna vinnudags. Góð íþróttaaðstaða er við grunnskólann en íþróttahús, sundlaug og gervigrasvöllur eru mitt á milli starfsstöðvanna tveggja. Sama á við um Tónlistarskóla Seltjarnarness en góð samvinna er á milli skólanna. Ef svo ber undir geta nemendur stundað tónlistarnám á skólatíma auk þess sem yngstu nemendurnir eiga kost á forskólanámi í tónlistarskólanum.

Frístundamiðstöð fyrir börn í 1.-4. bekk er staðsett í Mýrarhúsaskóla en félagsmiðstöðin Selið er í kjallara tónlistarskólans. Börnin verða fljótt sjálfstæð að fara á milli staða enda allt á sama svæðinu og utan við stórar umferðargötur.  

Skólamáltíðir

  • Skólamatur ehf. veitir þjónustu varðandi skólamáltíðir til skólabarna í Grunnskóla Seltjarnarness.
  • Foreldrar sækja sjálfir um mataráskrift fyrir sitt barn í gegnum vefsíðu Skólamatar.
  • Á síðu Skólamatar má nálgast allar upplýsingar um matseðla, næringarinnihald og innihaldslýsingar allra rétta.
Síðast uppfært 22. febrúar 2024
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?