Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eitrað á Eiðistorgi
17.03.2023

Eitrað á Eiðistorgi

Aðfaranótt sunnudagsins 19. mars nk. verður eitrað fyrir skjaldlús í gróðrinum á Eiðistorgi og verður svæðið lokað frá 01:00-10:00. Fólk er beðið um að snerta ekki plönturnar fyrstu daganna á meðan eitrið er virkt auk þess sem neysla á plöntunum, laufblöðum þeirra eða ávöxtum getur verið hættuleg fyrstu dagana eftir eitrun.
Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabra…
13.03.2023

Breyting á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1

Deiliskipulag Suðurstrandar og Hrólfsskálamels, tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Skólabrautar 1
Ása Kristín Einarsdóttir
08.03.2023

Nýr verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs

Ása Kristín Einarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri frístunda- og forvarnastarfs hjá Seltjarnarnesbæ en um er að ræða nýtt starf hjá bænum og snýr að forvarnarstarfi fyrir alla aldurshópa sem og þátttöku í starfsemi félagsmiðstöðvar og ungmennahúss.
Sumarstörf fyrir 18 ára+ Opið fyrir umsóknir
06.03.2023

Sumarstörf fyrir 18 ára+ Opið fyrir umsóknir

Í boði eru fjölbreytt sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ fyrir ungmenni 18 ára og eldri sumarið 2023. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 13. mars nk.
03.03.2023

Bæjarstjórnarfundur dagskrá 8. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar í bæjarstjórnarsalnum að Austurströnd 2 miðvikudaginn 8. mars kl. 17:00
Lokun á heitu vatni 6. mars Hofgarðar og Melabraut
03.03.2023

Lokun á heitu vatni 6. mars Hofgarðar og Melabraut

Íbúar við Hofgarða og Melabraut 40-44 vinsamlegast athugið! Mánudaginn 6. mars verður lokað fyrir heita vatnið frá kl. 9 og fram eftir degi vegna viðgerða. Lokunin nær til eftirfarandi húsa: Hofgarðar (öll hús) og Melabraut 40-44 Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness
Lokun á heitu vatni á Miðbraut 2-8 frá kl. 10 í dag 23. febrúar
23.02.2023

Lokun á heitu vatni á Miðbraut 2-8 frá kl. 10 í dag 23. febrúar

Íbúar við Miðbraut 2-8 vinsamlegast athugið! Í dag, fimmtudaginn 23. febrúar verður lokað fyrir heita vatnið frá kl. 10 og fram eftir degi vegna viðgerða. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hitaveita Seltjarnarness
Gleðilegan Öskudag
22.02.2023

Gleðilegan Öskudag

Á bæjarskrifstofunni er að sjálfsögðu tekið á móti skrautlegum söngfuglum sem hafa sungið fyrir nammi hjá okkur í dag. Haldin er sérstök skrá yfir lögin sem sungin eru og er Gulur, rauður, grænn og blár með afgerandi forystu. Allúetta fylgir fast á eftir auk þess sem við höfum fengið að heyra flutning á frumsömdu lagi, Benedikt búálfi, Svampi Sveinssyni, Dórulagi, Búddi fór í bæinn, Sveppi hann er heitur og Góðan dag frá hinum ýmsu furðuverum !
Kristján Garðarsson, arkitekt hjá Andrúm og Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri handsala hönnunarsamningi…
20.02.2023

Samningur um hönnun leikskóla á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnesbær hefur gengið frá samningi um fullnaðarhönnun á nýjum leikskóla „Undrabrekku“ við Andrúm arkitekta. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri og Kristján Garðarsson arkitekt undirrituðu samninginn vettvangi fyrirhugaðra framkvæmda fyrir helgina að viðstöddum miklum fjölda leikskólabarna og starfsfólki.
Heilsuefling 65+ kynning kl. 13:15 mánudaginn 20. feb.
15.02.2023

Heilsuefling 65+ kynning kl. 13:15 mánudaginn 20. feb.

Kynningarfundurinn verður í Hátíðarsal Gróttu á mánudaginn og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta en nú verður tekinn inn nýr hópur í þessa vinsælu og fjölþættu heilsueflingu fyrir 65+ á Seltjarnarnesi.
13.02.2023

Þjónustumiðstöð lokuð frá 10-14 í dag 13. febrúar

Vegna útfarar Antons Sigurðssonar pípulagningameistara Seltjarnarnesbæjar verður lokað í Þjónustumiðstöðinni frá kl. 10-14 í dag mánudaginn 13. febrúar.
Dagur leikskólans 6. febrúar
07.02.2023

Dagur leikskólans 6. febrúar

Í tilefni dagsins var starfsfólki bæjarins boðið í heimsókn til að upplifa hefðbundið starf leikskólans. Bæjarstjóri fékk alveg sérstakt og einstaklega fallegt boðskort og lét hann boðið auðvitað ekki framhjá sér fara heldur heimsótti allar deildir eins og fleiri starfsmenn bæjarins.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?