Fara í efni

Seltjarnarnesbær gerir þjónustusamning við Motus

Í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæran fjárhag sveitarfélagsins og viðhalda gagnsæi í rekstri hefur Seltjarnarnesbær undirritað þjónustusamning við Motus og Lögheimtuna til að halda utan um innheimtumál bæjarins.

Í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæran fjárhag sveitarfélagsins og viðhalda gagnsæi í rekstri hefur Seltjarnarnesbær nú undirritað þjónustusamning við Motus og Lögheimtuna til að halda utan um innheimtumál bæjarins. Alvarleg vanskil hjá Seltjarnarnesbæ eru sjaldgæf (undir 2%) en að sama skapi er mikilvægt að jafnræðis sé gætt milli allra íbúa.

Motus hefur víðtæka reynslu af innheimtumálum sveitarfélaga og í dag þjónustar félagið 34 sveitarfélög á Íslandi.

Þjónustusamningurinn sem byggir á sanngirni og virðingu á að tryggja að öll samskipti við íbúa fari fram með faglegum hætti. Þjónustusamningurinn tekur gildi frá og með 1. apríl nk.

Með fyrirfram þökk fyrir samvinnu og skilning.

Varðandi nánari upplýsingar er velkomið að senda tölvupóst á innheimta@seltjarnarnes.is 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?