Fara í efni

Útboð á hirðu úrgangs við heimili á Seltjarnarnesi 2024-2029

Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í hirðu úrgangs frá heimilum innan bæjarins. Útboðsfrestur er til kl. 14.00 þann 11. apríl nk.

Seltjarnarnesbær óskar eftir tilboðum í hirðu úrgangs samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða alla hirðu frá heimilum innan Seltjarnarnesbæjar.

Útboði er skipt upp í tvo (2) hluta. Bjóða má í annan eða báða útboðshluta.

Verkefnið felst í hirðu fjögurra (4) úrgangsflokka frá heimilum og flutningi til móttökustöðva sem skipt er í eftirfarandi útboðshluta.

  • Útboðshluti 1 – Blandaður úrgangur og matarleifar (lífúrgangur). Úrgangur skal fluttur til móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi eða nærliggjandi söfnunarstöðvar.

  • Útboðshluti 2 – Pappír/pappi og plast. Endurvinnsluefnin skal flytja til móttökustöðvar Sorpu í Gufunesi eða nærliggjandi söfnunarstöðvar.

Fjölda íláta eru eftirfarandi:

  • Útboðshluti 1 – Fjöldi íláta um 1400.

  • Útboðshluti 2 – Fjöldi íláta um 2100.

Samningstími útboðshluta 1 og 2: Um er að ræða samning til 5 ára, með framlengingarákvæði um 1 ár, þrisvar (3) sinnum. Mesta lengd samningstíma er því 8 ár með öllum framlengingarákvæðum.

Rekstur samnings hefst 1. september 2024.

Hægt er að nálgast útboðsgögn á útboðsvef: https://vso.ajoursystem.net/
og skal tilboðum skilað á sama stað eigi síðar en kl. 14:30 þann 11. apríl 2024.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?