Fara í efni

Bókmenntakvöld - Vilborg Davíðsdóttir

Vilborg Davíðsdóttir fjallar um bók sína Land næturinnar og segir frá frá rannsóknum að baki sögunni, sýnir myndir og kort frá sögusviðinu á glærum, og hefur meðferðis ullarstafinn sinn og völvustaf magnaðan dýrum og fuglum. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Kaffi og kruðerí.
Vilborg Davíðsdóttir á Bókmenntakvöldi Bókasafns Seltjarnarness. Land næturinnar er nýjasta bók Vilborgar. Þar segir frá ævintýralegri ferð völvunnar Þorgerðar Þorsteinsdóttur í Austurveg en það er heitið sem norrænir menn höfðu um siglingaleiðina úr Eystrasalti um ár og fljót Rússlands og Úkraínu á víkingaöld. Á Bókmenntakvöldi Seltjarnarness 29. apríl nk. segir hún frá rannsóknum að baki sögunni, sýnir myndir og kort frá sögusviðinu á glærum, og hefur meðferðis ullarstafinn sinn og völvustaf magnaðan dýrum og fuglum.
 
Skáldsagan hefur verið hlaðin lofi og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Á bókarkápu segir: „Þorgerður Þorsteinsdóttir hefur lifað mikinn harm heima á Íslandi og heldur til Noregs þar sem örlögin leiða hana í faðm skinnakaupmannsins Herjólfs Eyvindarsonar. Saman halda þau til Garðaríkis, á fund væringja sem sigla suður Dnépurfljót og yfir Svartahaf með ambáttir og loðfeldi á markað í Miklagarði. Í landi næturinnar bíða þeirra launráð og lífsháski. Á augabragði er Þorgerður orðin ein meðal óvina og kemst að því að stundum kostar það meira hugrekki að lifa en deyja.“
 
Kaffi og kruðerí.

Nánar um Vilborgu á www.davidsdottir.is 

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?