Fara í efni

Fyrirlestur FEBSEL - Að fá að ráða eigin lífslokum.

Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð heldur erindið Að fá að ráða eigin lífslokum – fyrirlestur um dánaraðstoð.
Opinn félagsfundur FEBSEL í samvinnu við Bókasafn Seltjarnarness.
 
Fundarefni: Að fá að ráða eigin lífslokum – fyrirlestur um dánaraðstoð.
Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Faðir Ingridar var með þeim fyrstu í Hollandi til að fá dánaraðstoð (á löglegan hátt) í apríl 2002, aðeins 11 dögum eftir að lögin um dánaraðstoð tóku gildi þar í landi.
Ingrid mun segja sögu föður síns og ræða þetta mikilvæga og viðkvæma málefni. Hún er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem var stofnað 2017. Markmið félagsins er m.a. að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð og vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að við vissar, vel skilgreindar aðstæður, og að uppfylltum ströngum skilyrðum, verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja á eigin forsendum.

 

Léttar veitingar. 

Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?