Fara í efni

Sögusýningin Stiklað á stóru um sögu Seltjarnarness - Gallerí Grótta

Sýningin var sett upp í Gallerí Gróttu tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar þann 9. apríl 2024.

Velkomin á sögusýninguna "Stiklað á stóru um sögu Seltjarnarness í Gallerí Gróttu, sýningarsal á Bókasafni Seltjarnarness sem opnuð var á afmælisdag Seltjarnarnesbæjar þann 9. apríl 2024.

Sýningin var sett upp í tilefni þess að um þessar mundir er liðin hálf öld frá því að Seltjarnarnes fékk kaupstaðarréttindi. Á sýningunni eru 27 texta- og myndaspjöld sem miðla fróðleik um söguna, veita innsýn í mannlíf á Nesinu fyrr og nú og þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í bæjarfélaginu á síðustu áratugum.
 
Úr miklu efni var að moða og stundum var sárt að velja og hafna. En markmiðið með sýningunni var að glæða áhuga á sögunni og bregða ljósi á meginþræði í þróun bæjarins, draga fram hvernig Seltjarnarnes hefur á tiltölulega stuttum tíma breyst úr fámennu sveitarfélagi í blómlegt bæjarfélag þar sem eftirsóknarvert þykir að búa.
 
Gestir sýningarinnar eru hvattir til að skrifa minningar "Hvað manst þú?" til að bæta þannig í minningarbankann og heimildir um sögu Seltjarnarness til framtíðar.
 
Góða skemmtun!
Til baka í yfirlit
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?