Fara í efni

Bæjarráð

19. desember 2016

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Mánudaginn 19. desember og hófst hann kl. 8:00

Fundinn sátu: Sigrún Edda Jónsdóttir formaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður, Ásgerður Halldórsdóttir varamaður og Árni Einarsson áheyrnarfulltrúi. Bjarni Torfi Álfþórsson aðalmaður boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 8 sat Soffía Karlsdóttir, sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs.

Undir lið nr. 6 og 9 sat Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri.

Fyrir var tekið:

  1. Ályktun frá FT kennurum og stjórnendum í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

    Bæjarstjóri lagði fram bréf frá trúnaðarmanni FT í Tónlistarskóla Seltjarnarness, dags. 14.12.2016. Bæjarstjóri upplýsti um samningaviðræður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og lagði fram bréf samninganefndar dags. 15.12.2016 um stöðu viðræðna. Bæjarráð tekur undir sjónarmið stjórnenda að samningaviðræður hafa dregist allt of lengi. Bæjarstjóri upplýsti að samningsaðilar hafi rætt saman í liðinni viku.

  2. Málsnúmer 2016120055.

    Bréf Specialisterne á Íslandi dags. 15.12.2016 varðandi samstarf við Seltjarnarnesbæ.

    Ósk Specilisterne að gera samkomulag um að veita starfsþjálfun og gera starfsmat hjá verksala fyrir fatlaða atvinnuleitendur sem skráðir eru hjá verkkaupa. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.

  3. Málsnúmer 2016120038.

    Bréf Landssamtaka Þroskahjálpar dags. 7.12.2016 um húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.

    Lagt fram og erindinu vísað til Fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.

  4. Málsnúmer 2016120043.

    Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis.

    Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis fyrir árið 2017, lögð fram.

  5. Málsnúmer 2016120030.

    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 6.12.2016 varðandi álit Persónuverndar í máli nr. 2015/1203 og vinnslu persónuupplýsinga.

    Bæjarráð felur fjármálastjóra að leiða vinnu starfshóps varðandi skráningu persónuupplýsinga. Starfshóp skipa: Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, Baldur Pálsson fræðslustjóri og Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

    Bæjarráð óskar eftir að tekið verði saman hvernig persónuupplýsingar eru skráðar í kerfum bæjarins. Einnig þarf að skoða væntanlega nýja persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á árinu 2018. Skoða þarf tölvukerfi, verklagsreglur og varðandi skráningu persónuupplýsinga sbr. álit Persónuverndar í máli nr. 2015/1203 um vinnslu persónuupplýsinga í vefkerfum bæjarins.

  6. Málsnúmer 2016110046.

    Reglur um úthlutun á sérstökum húsnæðisstuðningi.

    Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri mætti á fund ráðsins og kynnti reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

    Bæjarráð samþykkir reglur fjölskyldunefndar.

  7. Málsnúmer 2016120057.

    Ellefu aldar afmæli Íslands byggðar.

    Erindi frá Sigurðir K. Árnasyni varðandi sögn úr Landnámi ,,Það vor fór Ingólfur ofan heiðina til Seltjarnarness“. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu m.v. umræður á fundinum. Samþykkt kr. 500.000.-.

  8. Málsnúmer 2014090002.

    Soffía Karlsdóttir sviðstjóri menningar- og samskiptasviðs mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu verkefnisins.

  9. Málsnúmer 2016120059.

    Jafnlauna úttekt PWC.

    Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar PWC Þorkell Guðmundsson og Hafsteinn Már Einarsson ráðgjafar frá PWC. Bæjarráð vill lýsa ánægju sinni með niðurstöður úttektarinnar og óskar eftir að bæjarstjóri kynni hana fyrir starfsmönnum bæjarins og sendi út fréttatilkynningu um niðurstöður könnunarinnar.

  10. Endurskoðun fjárhagsáætlunar.

    Fjármálastjóri kynnti breytingar sem hafa orðið á kjarasamningum frá gerð fjárhagsáætlunar og breytingu vegna veikinda.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 35.600.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð. Bæjarráð samþykkti einnig tekjuauka að upphæð kr. 95.000.000,- á útsvarstekjum vegna kjarasamninga. Tekjur þessar skulu færðar á lið 00-010 0020 í þegar samþykktri áætlun fyrir árið 2016.

    Fleira ekki tekið fyrir.

    Fundi slitið kl.09:45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?