Fara í efni

Bæjarráð

08. febrúar 2021

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2, mánudaginn 8. febrúar, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Fjarfundur haldinn í gegnum Teams.

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnarfulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 3 mætti Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. á fjarfund.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna.
    Bæjarstjóri fór yfir breytingar á takmörkun á samkomum vegna farsóttar eru að í stað þess að 10 geti komið saman þá mega nú 20 einstaklingar koma saman. Tilslökunin nær einnig til íþróttastarfs fullorðinna en áður gat einungis afreksíþróttafólk og börn fædd 2005 og síðar stundað sínar íþróttir. Nú geta allir stundað íþróttir innan ákveðinna marka, svo sem vegna fjöldatakmarkana og reglna sem sérsambönd setja sér og með tillit til sóttvarna. Líkamsræktarstöðvar geta einnig opnað fyrir hópa með ákveðnum skilyrðum. Sviðslistir og sitjandi menningarstarf getur hafist með ákveðnum takmörkunum þó. Bæjarstjóri upplýsti um að óbreyttar reglur gilda varðandi aðgang og takmarkanir á bæjarskrifstofunum. Einnig nefndi bæjarstjóri að undirbúningur vegna bólusetningar í samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og heilsugæslunnar um bólusetningu fyrir Covid19.

  2. Fjárstreymisyfirlit janúar til nóvember 2020.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir fyrstu ellefu mánuði ársins 2020.
    Fjármálastjóri fór yfir atvinnuleysistölur fyrir desember.

  3. Betri samgöngur ohf.
    Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri mætti á fjarfund bæjarráðs til að upplýsa um næstu skref hjá félaginu Betri samgöngur ohf. Bæjarráð þakkar Davíð fyrir góðar upplýsingar og umræður um verkefnið.

  4. 2021020034 – Kirkjubraut 20.
    Bæjarráð samþykkir og gerir tillögu til bæjarstjórnar að úthluta leigulóð við Kirkjubraut 20, samkvæmt auglýstu deiliskipulagi fyrir byggingu sambýlis. Lóðin er 1900 m² og vísar til skipulags- og umhverfissviðs fullnaðarumboð til að úthluta lóðinni.

  5. 2020120165 – Málefni skíðasvæðanna.
    Bréf SSH dags. 08.12.2020 varðandi uppbyggingu á skíðasvæðunum. Meðfylgjandi viðauki II við samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða samþykktur. Uppfærð framkvæmdaáætlun til ársins 2026 gerir ráð fyrir 103,6 mkr. .Bæjarráð samþykkir uppfærða kostnaðaráætlun til 2026. Bæjarráð bendir á að fara þarf í hraða uppbyggingu á aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á svæðinu. MÖG falið að koma þeim sjónarmiðum á framfæri við nefndina.

  6. 2020120163 - Fjölsmiðjan.
    Bréf SSH dags. 09.12.2020 varðandi viðbótarfjármagni verði veitt til starfseminnar vegna COVID19. Bæjarráð samþykkir kr. 50.000.-.

  7. 2020110179 - Skólaþróunarverkefni.
    Tillögur að reglum um úthlutun skólanefndar til skólaþróunarverkefna samþykktar á fundi skólanefndar nr. 311, 27.01.2021 og vísað til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð staðfestir ofangreindar reglur.

  8. 2020120156 – Reglur Seltjarnarnesbæjar um rafræna vöktun eftirlitsmyndavéla.
    Lagðar fram reglur um rafræna vöktun með eftirlitsmyndavélum. Bæjarráð staðfestir reglur um rafræna vöktun.

  9. 2021010401 – Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um boðun á landsþing sambandsins 26. mars, 2021. Lagt fram.

  10. 2021010162 – Sérfræðiteymi vegna barna með fjölþættan vanda.
    Bréf félagsmálaráðuneytisins varðandi skipun sérfræðingateymis til ráðgjafar sveitarfélögum vegna þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir, dags. 12.01.2021. Lagt fram.

  11. 2021010305 – Verkfallslisti Seltjarnarnesbæjar.
    Tekin fyrir tillaga að verkfallslista Seltjarnarnesbæjar, auglýsing um skrá yfir störf hjá bænum sem eru undanþegin verfallsheimild. Óskað eftir heimild til að auglýsa lista yfir þau störf sem undnþegin eru verkfallsheimild fyrir árið 2021, með fyrirvara um breytingar vegna samráðs við viðkomandi stéttarfélag. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lista yfir þau störf sem undanþegin eru verkfalli, með fyrirvara um breytingar sem kunna að leiða af athugasemdum stéttarfélaga. Jafnfram samþykkir bæjarráð að listinn verði auglýstur í B-deild Stjórnartíðinda.

  12. 2021010307 – Stjórnsýsla byggðasamlaga.
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 20.1.2021 varðandi tilnefningu í starfshóp stjórnar SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaga. Bæjarráð samþykkir að tilnefna Bjarna Torfa Álfþórsson og Guðmund Ara Sigurjónsson til setu í þessum starfshóp SSH vegna verkefnis um stjórnsýslu byggðasamlaganna.

  13. 2020120324 – Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins.
    Bréf Krabbameinsfélagsins dags. 22.12.2020, beiðni um framlag til starfsemi sinnar, m.a. útgáfu- og fræðsluverkfena svo og tóbaksvarnarfræðslu og námskeið í reykbindindi. Bæjarráð samþykkir kr. 150.000.-.

  14. 2020120326 – Samtök grænkera á Íslandi.
    Bréf Samtaka grænkera á Íslandi dags. 21.12.2020 áskorun í tilefni af Veganúar 2021. Lagt fram.

  15. 2020120358 – Velferðarvaktin.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15.12.2020 þar sem fram kom tillögur Velferðarvaktarinna til ríkis og sveitarfélaga í mótvægisaðgerðum vegna Covid19. Lagt fram.

  16. 2020120357 – Tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.
    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17.12.2020, varðandi lokaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um húsnæðisstuðning, lögð fram.

  17. 2021020036 – Tilkynning frá heilbrigðisráðuneytinu – Heilsuefling aldraðra.
    Skýrsla starfshóps varðandi tillögur að heilsueflingu eldri borgara dags. 25.01.2021, lögð fram og vísað tilkynningar í fjölskyldunefnd, öldungaráði og ÍTS.

Fundi slitið kl. 9:08

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?