Fara í efni

Bæjarráð

11. mars 2021

Fimmtudaginn 11. mars, 2021 og hófst hann kl. 08:15.

Haldinn í fundarsal bæjarráðs á bæjarskrifstofunum við Austurströnd 2,

Fundinn sátu: Magnús Örn Guðmundsson, formaður, Sigrún Edda Jónsdóttir aðalmaður, Guðmundur Ari Sigurjónsson, aðalmaður og Karl Pétur Jónsson áheyrnafulltrúi.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið nr. 3 var Áslaug Hulda Jónsdóttir á fjarfundi.

Undir lið nr. 5 var Jóna Karen Sverrisdóttir á fjarfundi.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer 2020040121 - COVID19 hættustig almannavarna og Jarðskjálftahrina á Reykjanesi.
    Bæjarstjóri fór yfir breytingar á takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tóku gildi 24. febrúar sl. og gilda til 17. mars og 30. apríl nk. Nú geta allir stundað íþróttir innan ákveðinna marka, svo sem vegna fjöldatakmarkana og reglna sem sérsambönd setja sér og með tillit til sóttvarna. Bæjarstjóri upplýsti að nú yrði hægt að halda fundi í sal bæjarstjórnar en einnig verði haldið áfram að nota fjarfundabúnað vegna funda þar sem það hentar og er til hagræðingar. Bæjarstjóri ræddi jarðskjálftahrinu á Reykjanesi. Tók hún fram að Jón Viðar slökkviliðsstjóri héldi forsvarsmönnum bæjarfélaganna innan SHS vel upplýstum. Viðbragðs- og rýmingaráætlun vegna jarðskjálfta á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kynnt og tekin fyrir á fundi almannavarnarnefndar nú er verið að endurskoða áhættumat. Bæjarstjóri upplýsti að hún hefði haldið fund með forsvarsmönnum eignasjóðs til að leggja áherslu á að huga vel að lausum búnaði í húsakynnum stofnana bæjarins sem geta valdið slysum á fólki og skemmdum á mannvirkjum.

  2. Fjárstreymisyfirlit janúar 2021.
    Fjármálastjóri bæjarins fór yfir janúar mánuði ársins 2021.
    Fjármálastjóri fór yfir atvinnuleysistölur fyrir janúar 2021.
    Fjármálastjóri fór yfir fjölda stöðugilda fyrir janúar og febrúar
    Opið bókhald staðan á verkefninu rædd.Kom fram að mögulegt væri að opna í apríl en gert ráð fyrir því í nýrri uppfærslu.

  3. 2020120177 – Erindisbréf fyrir stafrænt ráð sveitarfélaga.
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 09.12.2020 varðandi erindisbréf fyrir stafrænt ráð sveitarfélag. Hlutverk ráðsins er að styrkja samstarf sambandsins við sveitarfélög um stafræna framþróun þeirra og styðja við vinnu sambandsins þar að lútandi, lagt fram. Áslaug Hulda Jónsdóttir mætti á fund bæjarráðs í gegnum Teams þar sem hún kynnti stafræna vegferð sveitarfélaga og samstarfið sem nú er í gangi. Bæjarráð þakkar Áslaugu Huldu fyrir greinargóða yfirferð yfir stöðu málsins og næstu skref. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í samstarfi um stafrænt teymi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

  4. 2021030060 – Stafræn Stjórnsýsla.
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 04.03.2021 varðandi stafræna þjónustu og stafrænt ráð sveitarfélaga. Óskað er eftir tilnefningu tveggja aðila í samráðshóp. Bæjarráð tilnefnir Sigrúnu Eddu Jónsdóttur og Karl Pétur Jónsson fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.

  5. 2021010258 – Þjónustukönnun sveitarfélaga 2020.
    Lagðar fram niðurstöður úr Gallup þjónustukönnun sveitarfélaga 2020. Starfsmaður Gullup Jóna Karen Sverrisdóttir fór yfir niðurstöður.

  6. 2021020178 – Þjóðskjalasafn Íslands.
    Bréf Þjóðskjalasafns Íslands dags. 15.02.2021 varðandi eftirlitskönnun með skjalavörslu og skjalastjórn sveitarstjórnarskrifstofa, lagt fram. Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.

  7. 2021030057 – Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins.
    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 05.03.2021 varðandi ráðgjafahóp um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið, óskað er eftir tilnefningu. Bæjarráð tilnefnir Maríu Björk Óskarsdóttur sviðstjóra í ráðgjafahópinn fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.

  8. 2021030031 – Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög.
    Bréf Jafnréttisstofu dags. 02.03.2021 varðandi tvenn ný lög er lúta að jafnréttismálum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2020. Lagt fram og vísað til fjölskyldunefndar.

  9. 2021020198 – Samstarfssamningur um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu.
    Lagður fram samstarfssamningur um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hér er um að ræða framhaldsverkefni fyrir árið 2021 sem bærinn hefur tekið þátt í. Kostnaður bæjarins er kr. 550.000.-. Bæjarráð samþykkir viðauka við fyrri samning fyrir árið 2021 og felur Maríu Björk að vinna áfram að þessum málum.

  10. 2020040062 – Stefnumörkun varðandi gististarfsemi og gististaði.
    Minnisblað vinnuhóps um gististarfsemi á Seltjarnarnesi lagt fram. Hópnum og starfsmanni hópsins þökkuð góð vinna. Minnisblaðinu vísað til skipulags- og umferðarnefndar.

  11. 2020010568 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins SHS.
    Einar Már Steingrímsson sviðstjóri kynnti skýrslu SHS varðandi Eiðistorg og aðgerðaráætlun. Kom fram að búið væri að panta allar brunahurðir. Óskað var eftir minnisblaði um þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í og það sem eftir stendur.

Fundi slitið kl. 9:40

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?