Fara í efni

Bæjarstjórn

26. júní 2019

Miðvikudaginn 26. júní 2019 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Sigríður Sigmarsdóttir (SS), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Þorleifur Örn Gunnarsson (ÞÖG) mætti á fund undir lið 2) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Kosning forseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. bæjarmálasamþykktar.

    Magnús Örn Guðmundsson kjörinn forseti með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.

    Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Sigrún Edda Jónsdóttir með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.

    Annar varaforseti bæjarstjórnar var kjörinn Bjarni Torfi Álfþórsson með 4 atkvæðum en 2 sátu hjá.

  2. Kosning skv. 56.gr. bæjarmálasamþykktar.

    Kosning í bæjarráð verði óbreytt frá fyrra ári.

    Aðalmenn:

    Magnús Örn Guðmundsson

    Sigrún Edda Jónsdóttir

    Guðmundur Ari Sigurjónsson

    Varamenn:

    Bjarni Torfi Álfþórsson

    Ásgerður Halldórsdóttir

    Sigurþóra Bergsdóttir

    Einnig er lagt til að fulltrúi N-lista verði áheyrnafulltrúi í bæjarráði.

    Samþykkt samhljóða.

  3. Kosning í fulltrúaráð SSH.

    Fulltrúaráð SSH (Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu). Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara til eins árs í senn skv. samþykktum samtakanna frá 1. mars 2002.

    Aðalmenn: Varamenn:

    Magnús Örn Guðmundsson Sigrún Edda Jónsdóttir

    Guðmundur Ari Sigurjónsson Sigurþóra Bergsdóttir

    Samþykkt samhljóða.

  4. Fundargerð 81. fundar Bæjarráðs.

    Ákvarðanir sem fram koma í fundargerðinni er 5 tl. eru staðfestar samhljóða.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Bæjarráðs.

    Til máls tóku: KPJ, SB, ÁH

  5. Fundargerð 299. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÞG, SEJ, KPJ

  6. Fundargerð 433. fundar Fjölskyldunefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: SB

  7. Fundargerð 376. fundur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 305. fundar stjórnar Strætó bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 182. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÞG

  10. Fundargerð 89. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 89 var borin upp til staðfestingar:

    Mál nr. 2018080508
    Heiti máls: VSÓ ráðgjöf
    Lýsing: Eiðistorg - lóðarblöð.
    Afgreiðsla: Lóðarblöðin eru samþykkt
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Til máls tóku: ÁH

  11. Tillögur og erindi:

    a) Bæjarstjóri lagði til að orlof bæjarfulltrúa verði í júlí.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi tillögu:

    „Með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og samþykktar um stjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir bæjarstjórn að fella niður fund bæjarstjórnar í júlí. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 21. ágúst 2019.

    Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga“.

    Til máls tóku: ÁH

Fundi slitið kl. 17:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?