Fara í efni

Bæjarstjórn

608. fundur 15. desember 2004

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Sunneva Hafsteinsdóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 607. fundar samþykkt.

Í upphafi fundar minntust bæjarfulltrúar Sigurðar Geirdals bæjarstjóra í Kópavogi sem lést 28. nóvember s.l. Bæjarstjórn Seltjarnarness vottar fjölskyldu Sigurðar dýpstu samúð.

1. Lögð var fram áætlun bæjarstjórnarfunda fyrir árið 2005 og var hún samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórnarfundir á árinu 2005 verða því á eftirfarandi dögum:

19. janúar, 9. febrúar, 23. febrúar, 9. mars, 30. mars, 13. apríl 27. apríl, 11. maí, 25. maí, 8. júní, 22. júní, 13. júlí, 17. ágúst, 7. september, 21. september, 12. október, 26. október, 9. nóvember, 23. nóvember og 14. desember.

2. Lögð var fram fundargerð 350. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 9. desember 2004 og var hún í 17 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

5. liður fundargerðarinnar var samþykktur samhljóða en fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

3. Lögð var fram fundargerð 55. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 2. desember 2004 og var hún í 11 liðum.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Stefán Bergmann og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram fundargerð 173. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 25. nóvember 2004 og var hún í 5 liðum.

Til máls tók: Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram fundargerð 304. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 18. nóvember 2004 og var hún í 6 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 289. (28.) fundar Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, dagsett 7. desember 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram fundargerð 153. (48.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 6. desember 2004 og var hún í 14 liðum.

Til máls tóku: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Stefán Bergmann og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram fundargerð 59. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 2. desember 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram fundargerð 59. fundar stjórnar Veitustofnana Seltjarnarness, dagsett 8. desember 2004 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson og Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram fundargerð undirnefndar um jafnréttismál, dagsett 26. október 2004 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dagsett 8. desember 2004 og var hún í 1 lið.

Til máls tóku: Árni Einarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Stefán Bergmann.

Bæjarstjórn þakkar gott starf samráðshópsins og lýsir ánægju sinni með að samstaða foreldra, virðing fyrir reglum um útivistartíma og foreldrarölt virðist eiga sinn þátt í því að neysla áfengis og tóbaks unglinga á Seltjarnarnesi virðist talsvert undir landsmeðaltali. Þó lýsir bæjarstjórn þungum áhyggjum yfir meintri áfengisneyslu unglinga á Eiðistorgi og áfengissölu til þeirra.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram fundargerð 44. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 19. nóvember 2004 og var hún í 4 liðum. Auk þess var lögð fram fundargerð aukafundar dagsett 26. nóvember 2004 sem var í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Lögð var fram fundargerð 719. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 19. nóvember 2004 og var hún í 26 liðum.

Til máls tók: Árni Einarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

14. Lögð var fram fundargerð 209. fundar stjórnar SORPU bs., dagsett 29. nóvember 2004 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku: Stefán Bergmann og Bjarni Torfi Álfþórsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

15. Lögð var fram fundargerð sameiginlegs ársfundar SORPU bs., Strætó bs., Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. og 28. aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 5. nóvember 2004 og var hún í 13 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

16. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 30. mars 2004 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

17. Lögð var fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, dagsett 13. apríl 2004 og var hún í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

18. Tillögur og erindi:

a) Lögð var fram tillaga um breytingu á skipuriti Seltjarnarnesbæjar ásamt minnisblaði bæjarstjóra dagsett 19. nóvember 2004, en afgreiðslu hafði verið frestað á 601. fundi bæjarstjórnar undir lið 15b og svo aftur á 607. fundi undir lið 8b. Einnig voru teknar til afgreiðslu tillögur að starfslýsingum skólastjóra, skólasálfræðings, framkvæmdastjóra fræðslusviðs, grunnskólafulltrúa og leikskólafulltrúa, en afgreiðslu þeirra hafði einnig verið frestað á áðurnefndum fundum. Einnig var lögð fram umsögn skólanefndar Seltjarnarness um starfslýsingarnar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Inga Hersteinsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Stefán Bergmann.

Starfslýsingarnar voru samþykktar samhljóða með áorðnum breytingum bæjarstjórnar.

Tillaga um breytingu á skipuriti var samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna gegn 3 atkvæðum fulltrúar Neslistans, sem jafnframt vísa í bókanir sínar á 564. fundi bæjarstjórnar.

Nýtt skipurit tekur gildi frá og með 01. janúar 2005.

b) Lagt var fram bréf SSH dagsett 7. desember 2004 vegna tillögu um breytingar á stofnsamningi Strætó bs.

Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Stefán Bergmann.

Tillögurnar samþykktar samhljóða.

c) Lagt var fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík með beiðni um leyfi landeigenda og sveitarfélgs fyrir áramótabrennu 2004 og þrettándabrennu 2005 á Seltjarnarnesi.

Til máls tók: Jónmundur Guðmarsson.

Seltjarnarnesbær, sem er einnig landeigandi, gerir ekki athugasemd við brennur þessar.

d) Lögð var fram umsókn Neslindar ehf. um 6 mánaða endurnýjun á almennu leyfi til áfengisveitinga fyrir Rauða ljónið, Eiðistorgi 13-15.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson og Inga Hersteinsdóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að framlengja leyfið einungis um 3 mánuði á meðan kannað verður hvernig staðið hefur verið að framkvæmd áður settra skilyrða um veitingu leyfisins.

Að uppfylltum lögboðnum umsögnum gerir bæjarstjórn að öðru leyti ekki athugasemd við útgáfu leyfis til 12. mars 2005.

e) Lagt var fram bréf Lýðheilsustöðvar dagsett 6. desember 2004 vegna verkefnisins "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf".

Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Bergmann, Bjarni Torfi Álfþórsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Bæjarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar í Skólanefnd Seltjarnarnes.

f) Bæjarfulltrúum voru kynntar hugmyndir aðila um lagningu bandbreiðs samskiptanets á Seltjarnarnesi á grundvelli auglýsingar og minnisblaðs þar að lútandi til bæjarstjórnar frá september síðastliðinn.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að láta reyna á samningsmarkmið bæjarins gagnvart Orkuveitu Reykjavíkur á grundvelli tilboðs fyrirtækisins um lagningu ljósleiðara um Seltjarnarnes.

g) Lögð var fram eftirfarandi tillaga að tekjuviðmiðun elli og örorkulífeyrisþega vegna afsláttar á fasteignaskatt árið 2005:

Einstaklingar með heildartekjur allt að kr. 1.510.583.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 2.080.382.-

Hjón/sambýlisfólk með heildartekjur allt að kr. 2.032.033.- fá 100% niðurfellingu á fasteignaskatti. Niðurfellingin lækkar hlutfallslega og fellur niður við heildartekjur kr. 2.601.788.-

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundi var slitið kl. 19:15



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?