Fara í efni

Bæjarstjórn

23. september 2020

Miðvikudaginn 23. september 2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Ásgerður Halldórsdóttir, ritaði fundargerð í tölvu.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Örn Guðmundsson setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 105. fundar Bæjarráðs.

    Bæjarstjórn staðfestir sérstaklega tölulið 8:

    Málsnúmer 2020080200 – Stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

    Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 20.08.2020, varðandi stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
    Ásgerður Halldórsdóttir, gerði grein fyrir tillögu um stofnun opinbers hlutafélags með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar og Garðabæjar, sem hefur það hlutverk að standa að uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
    Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir að taka þátt í að stofna opinbert hlutafélag, Betri samgöngur ohf., um uppbyggingu samgönguinnviða með aðild ríkissjóðs, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Garðabæjar, sbr. heimild í 1. gr. laga nr. 81/2020 um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, og leggi félaginu til hlutafé við stofnun þess með áskrift hluta að nafnvirði kr. 20.272 í samræmi við fyrirhugaðan eignarhlut Seltjarnarnesbæjar í félaginu eða 0,507%.
    Greiðsla hlutafjár verður með þeim hætti að Seltjarnarnesbær innir af hendi kr. 20.272,- með eingreiðslu í reiðufé til félagsins samhliða stofnun þess.
    Í samræmi við framangreint samþykkir bæjarstjórn stofnsamning og hluthafasamkomulag fyrir Betri samgöngur ohf., sbr. hjálögð skjöl sem liggja fyrir á fundinum, og felur bæjarstjóra að undirrita þessi skjöl fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar.

    Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum og einn á móti tillögu um stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða.
    Til mál tóku:MÖG

    MÖG leggur fram eftirfarandi bókun: Undirritaður styður ekki stofnun opinbers hlutafélags, Betri samgöngur ohf. um uppbyggingu samgönguinnviða. Þar vegur uppbygging fyrsta áfanga svokallaðrar Borgarlínu þungt, eða um 50 milljarða af 120 milljörðum. Ég hef áður lýst mig alfarið á móti hugmyndum um framkvæmd og rekstur Borgarlínu og talið þær óraunhæfar. Fasteignaþróun á Keldnalandi á ekki heima í slíku félagi og aukinheldur er óútfæt gat í Samgöngusáttmálanum upp á 60 milljarða. Ein útfærslan á gatinu eru umferðargjöld á bíla á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngusáttmálinn er í raun og veru ófjármagnaðar. Sign. Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti fundargerð bæjarráðs sem er í 11.tl samhljóða.

    Til máls tóku: KPJ, SB, MÖG

  2. Fundargerð 105. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags-og umferðarnefndar nr. 105 voru borin upp til staðfestingar:

    Liður nr. 1. Málsnúmer 2019110082
    Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Seltjarnarness - bygging nýs leikskóla.
    Lýsing: Minnisblað Andrúm arkitekta, dags. 3. september sl. lagt fram.
    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi og skipulagslýsingu varðandi það, sem kemur fram í minnisblaði, samhliða vinnu við deiliskipulag. Aðalskipulagsbreyting og tillaga að nýju deiliskipulagi verði auglýst á sama tíma. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Liður nr. 2. Málsnúmer 2020040221
    Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – Aflétting hverfisverndar á hús nr. 3,5,7,9 og 11 við Bakkavör.
    Lýsing: Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bakkavör 3-11 Seltjarnarnesi, aflétting hverfisverndar.
    Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um lagfæringar, sem ræddar voru á fundinum. Sviðstjóra falið að ljúka málinu.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Liður nr. 5. Málsnúmer 2020060107
    Heiti máls: Nesbali 36 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Nýjar teikningar lagðar fram.
    Afgreiðsla: Umsóknin samþykkt.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Liður nr. 8. Málsnúmer 2019080032 Eiðistorg gönguleiðir.
    Bókun meirihluta:
    Nú hillir undir lok framkvæmda á bílaplaninu við Eiðistorg sem miðast að því að auka öryggi vegfarenda. Kominn er breiðari og öruggari gönguleið yfir bílaplanið ásamt tveimur upphækkuðum hellulögðum gangbrautum. Einnig hefur verið sett inn gönguleið sunnan við bensínstöðina. Settar verða upp merkingar á plani sem sýnir leyfilegan hámarkshraða sem verður 15 km/klst. á bílastæðinu. Enn fremur hefur verið ákveðið að breyta stæðum beint fyrir framan innganginn í Hagkaup, þar verða stæði fyrir hreyfihamlaða og einnig verða sérmerkt stæði fyrir fólk með börn. Þess utan verður skilmerkilegri aðkoma fyrir lögreglu og sjúkrabifreiðar. Árekstrarvarnir verða settar á framhlið við inngangana. Þá verða bættar bílastæðamerkingar á bílaplaninu svo ekki fari á milli mála hvar leggja má bifreiðum.
    Sign Ásgerður Halldórsdóttir, Magnús Örn Guðmundsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Bjarni Torfi Álfþórsson.

    Liður nr. 9. Málsnúmer 2020090091
    Heiti máls: Sebramerkingar á Vesturströnd, Barðaströnd, Látraströnd og Fornuströnd.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið enda séu allar forsendur til staðar miðað við leiðbeiningar frá Vegagerðinni um þverum gatna. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulags- og umferðarnefndar.

    Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 9 liðum.
    Til máls tóku: GAS, SEJ, MÖG, SB, ÁH, KPJ, SEJ.

  3. Fundargerð 302. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram. Liður nr. 3 vísað til bæjarráðs.

    Til máls tóku: GAS

  4. Fundargerð 422. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 57. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: SB, ÁH

  6. Fundargerð 501. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Tillögur og erindi:

    1. Fyrirspurn frá Guðmundi Ara Sigurjónssyni um bílastæðasjóð, lögð fram.

    2. Svar við fyrirspurn Samfylkingar og Neslista/Viðreiskn varðandi gjaldskrár barnafjölskyldna frá síðasta bæjarstjórnarfundi lagt fram.

           Til máls tók: GAS

Fundi slitið kl.17:55
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?