Fara í efni

Bæjarstjórn

22. september 2021

Miðvikudaginn 22. september 2021 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Karl Pétur Jónsson (KPJ), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS) og Sigurþóra Bergsdóttir (SB).

Fundargerð ritaði: Ásgerður Halldórsdóttir.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vefsíðu bæjarins og vistaður á heimasíðu bæjarins.
Magnús Örn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Fundargerð 122. fundar bæjarráðs lögð fram.
    Fundargerðin sem er í 11 tl. er samþykkt samhljóða.

    Til máls tóku: SB, ÁH, GAS, MÖG,

  2. Fundargerð 308. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  3. Fundargerð 117. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi liðir í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar voru borin upp til staðfestingar:

    Liður 1 í fundargerð.
    2020100154 - Deiliskipulag vestursvæðis - breyting, verslun og þjónusta í Ráðagerði
    Engar efnislegar athugasemdir bárust. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.

    Liður 2 í fundargerð.
    2019010347 – Deiliskipulag fyrir Valhúsahæð og aðliggjandi útivistarsvæði, breyting egan sambýlis við Kirkjubraut 20 – uppbygging þjónustuíbúða. Engar efnislegar athugasemdir bárust. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.

    Liður 3 í fundargerð.
    2019110082 - Deiliskipulag fyrir reit S-3 í aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar, nýtt deiliskipulag, leikskóli. Athugasemdir bárust frá íbúum við Selbraut. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hafa framkomnar athugasemdir til skoðunar í hönnunarferli. Skipulags- og umferðarnefnd vísar skipulaginu til staðfestingar bæjarstjórnar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar með 7 atkvæðum.
    Til máls tóku: GAS,

    Að öðru leyti er fundargerðin borin upp til samþykktar sem er í 15 tl., Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum, samhljóða.

  4. Fundargerð 19. fundar Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar.
    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 229. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 528. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerðir 452. og 453. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.

  8. Fundargerð 344. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  9. Fundargerð 34. fundar Eigendafundar Sorpu bs.
    Fundargerðin lögð fram.

  10. Fundargerð 32. fundar eigendafundar Strætó bs.
    Fundargerðin lögð fram.

    Tillögur og erindi:

  11. a) Fyrir fundinum lá tillaga um afgreiðslu kjörskrár vegna Alþingiskosninga 25. september nk. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september nk. Í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

    b) Kosning fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna Alþingiskosninga 25. september 2021. Fyrir fundinn lá tillaga um starfsmannalista undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga 25. september 2021:

    Ragnhildur Björnsdóttir, formaður Austurströnd 8
    Erna Guðmundsdóttir Austurströnd 12
    Laufey Sigvaldadóttir Grænamýri 16
    Kristín Helga Jónsdóttir Unnarbraut 7
    Tómas Gauti Jóhannsson, formaður Hofgörðum 21
    Solfrid Dalsgaard Joensen Melabraut 19
    Páll Ásgeir Björnsson Miðbraut 26
    Agnes Pétursdóttir Sanko Eiðistorg 5
    Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, formaður Eiðistorg 5
    Indriði Arnaldsson Tjarnarstígur 10
    Jóhann Óskar Jóhannsson Austurströnd 6
    Stefán Arnarson Eiðistorg 5

    Bæjarstjórn staðfestir lið a) og b) samhljóða.


    c) Bréf foreldra barna í Leikskóla Seltjarnarness dags. 16.9.2021 lagt fram. Erindinu vísað til bæjarráðs.
        Til máls tóku: GAS, SEJ

Fundi slitið kl. 17:22


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?