Fara í efni

Bæjarstjórn

959. fundur 08. febrúar 2023

Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Þór Sigurgeirsson (ÞS), Ragnhildur Jónsdóttir (RJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Svana Helen Björnsdóttir (SHB), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Sigurþóra Bergsdóttir (SB) og Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ).

Fundargerð ritaði: Gunnar Lúðvíksson.

Fundurinn er sendur út samtímis á netinu og vistaður á heimasíðu bæjarins.

Ragnhildur Jónsdóttir setti fund og stjórnaði.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

1. Fundargerð 138. fundar Bæjarráðs
Fundargerðin lögð fram.

Eftirfarandi liður í fundargerð Bæjarráðs nr. 138 var borinn upp til staðfestingar.

Lántaka vegna fjárfestinga.

Bæj­ar­ráð Seltjarnarnes­bæj­ar sam­þykk­ir að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 500.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um.

Bæj­ar­ráð Seltjarnarnesbæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga. Er lán­tak­an til fjár­mögn­un­ar fjár­fest­ing­a ársins 2022.

Jafn­framt er Þór Sigurgeirssyni, bæj­ar­stjóra Seltjarnarnes­bæj­ar, veitt fullt og ótak­mark­að um­boð til þess f.h. Seltjarnarbæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að mót­taka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengj­ast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina í heild sinni sem er í 5 liðum.

Til máls tóku: SB, ÞS

2. Fundargerð 324. fundar Skólanefndar
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, ÞS

3. Fundargerð 438. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BTÁ, ÞS, GAS

4. Fundargerð 22. fundar Öldungaráðs
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS

5. Fundargerð 409. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð 1. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 365. fundar stjórnar Strætó bs.
Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: GAS, MÖG, ÞS, RJ

8. Fundargerðir 917. og 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðirnar lagðar fram.

Til máls tóku: SB

9. Fundargerð 113. fundar Svæðisskipulagsnefndar
Fundargerðin lögð fram.

 

Fundi slitið kl. 17:29

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?