Fara í efni

Bæjarstjórn

567. fundur 12. febrúar 2003


Miðvikudaginn 12. febrúar 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til
fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Árni Einarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða tillögu bæjarstjóra um að fundargerðir bæjarstjórnar yrðu framvegis prentaðar út og límdar í fundargerðabók, í stað handritunar. Á síðustu síðu skrifi allir fundarmenn nöfn sín undir auk þess sem oddvitar meiri- og minnihluta skrifi upphafsstafi sína á hverja blaðsíðu.

Lögð var fram fundargerð 325. fundar Fjárhags- og launanefndar
1. Miðvikudaginn 12. febrúar 2003 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til Seltjarnarness dagsett 16. janúar 2003 og var hún í 18 liðum.
Til máls tóku:   Jónmundur Guðmarsson, Árni Einarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða

2. Lögð var fram fundargerð 116. (11.) fundar  Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 14. janúar 2003 og var hún í  4 liðum.  
Fundargerðin var lögð fram og afgreidd á 566. fundi bæjarstjórnar.

3. Lögð var fram fundargerð 117. (12.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 5. febrúar 2003 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku:  Bjarni Torfi Álfþórsson, Sunneva Hafsteinsdóttir, Árni Einarsson og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
4. Lögð var fram fundargerð 13. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 23. janúar 2003 og var hún í 5 liðum.   
Til  máls tóku:  Inga Hersteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
5. Lögð var fram fundargerð 14. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 29. janúar 2003 og var hún í 2 liðum. 
Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram fundargerð 15. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness dagsett 6. febrúar 2003 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku: Árni Einarsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Samþykkt að senda bæjarfulltrúum framkomna greinargerð um niðurstöður íbúaþings, samkvæmt 1. lið fundargerðarinnar.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
7. Lögð var fram fundargerð 285. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness dagsett 16. janúar 2003 og var hún í 13 liðum.
Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Ásgerður Halldórsdóttir.
Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja fram eftirfarandi bókun vegna 285. fundargerðar Félagsmálaráðs Seltjarnarness 12. lið.
“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness fagna þessari bókun  og hjá félagsmálaráði, sem fer með störf jafnréttisnefndar á Seltjarnarnesi. Samkvæmt lögum eiga jafnréttisnefndir að hafa frumkvæði og vera ráðgefandi fyrir bæjarstjórn.
Eðlilegast hefði verið að leita umsagnar félagsmálaráðs/jafnréttisnefndar áður en breyting á skipuriti bæjarins var samþykkt af meirihluta bæjarstjórnar. En þar sem það var ekki gert og ljóst að meirihluti bæjarstjórnar fer ekki að þeim leikreglum sem settar hafa verið, verður meirihluti bæjarstjórnar að sitja undir réttmætri gagnrýni og tiltali félagsmálaráðs/jafnréttisnefndar.”

Sunneva Hafsteinsdóttir,  Guðrún Helga Brynleifsdóttir,
   (sign)       (sign)
     Árni Einarsson
           (sign)
                   
Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun:
Vert er að benda á að ályktanir minnihlutans af samþykkt félagsmálaráðs eru ekki rökréttar. Í samþykktinni er einungis ábending um að með nýlegum skipulagsbreytingum sem staðfestar voru á fundi bæjarstjórnar í nóvember s.l.,  hafi hlutfall kynja í stjórnunarstöðum ekki breyst auk þess sem hvatt er til þess að staða framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs verði auglýst ef og þegar til kemur.
Jónmundur Guðmarsson
(sign)

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
8. Lögð var fram fundargerð 40. (6.) fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 19. nóvember 2002 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
9. Lögð var fram fundargerð 2. (56.) fundar Starfskjaranefndar Seltjarnarness dagsett 27. janúar 2003 og var hún í 2 liðum.
Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
10. Lögð var fram fundargerð 3. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 27. janúar 2003 og var hún í 1 lið.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
11. Lögð var fram fundargerð 188. fundar stjórnar SORPU dagsett 30. janúar 2003 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
12. Lögð var fram fundargerð 23. fundar stjórnar Strætó bs., dagsett 31. janúar 2003 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
13. Lögð var fram fundargerð 28. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 25. október 2002 og var hún í 5 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
14. Lögð var fram fundargerð 253. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 3. febrúar 2003 og var hún í 6 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
15. Lögð var fram fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. janúar 2003 og var hún í 38 liðum.
Til máls tóku: Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
16. Lögð var fram fundargerð 119. fundar stjórnar Eirar, dagsett 19. desember 2002 og var hún í 4 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
17. Lögð var fram fundargerð 120. fundar stjórnar Eirar, dagsett 20. janúar 2003 og var hún í 5 liðum.
Til máls tóku:   Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir
Varðandi 5. lið þá samþykkti bæjarstjórn einróma að fulltrúaráð Eirar verði skipað sömu fulltrúum Seltjarnarnesbæjar og verið hafa, þeim Petreu Jónsdóttur, Þóru Einarsdóttur og Þorvaldi K. Einarssyni og til vara Ernu Nielsen og Högna Óskarssyni
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
18. Lögð var fram fundargerð 185. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 22. janúar 2003 og var hún í 9 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

19. Lögð var fram fundargerð 57. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara, dagsett 21. janúar 2003 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku:   Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
 
20. Lögð var fram þriggja ára fjárhagsáætlun 2004 til 2006 fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gerða í október 2002. 
Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.
21. Guðrún Helga Brynleifsdóttir gerði fyrirspurn til bæjarstjóra um hvers vegna fundargerðir Hitaveitu Seltjarnarness  hefðu ekki borist sér.
Bæjarstjóri sagði að þær yrðu sendar út á næstunni.
22. Guðrún Helga Brynleifsdóttir gerði fyrirspurn um stöðu mála varðandi skipulag á rekstri Félagsheimilis Seltjarnarness.
Bæjarstjóri sagði að stjórn félagsins væri að fara yfir og skipuleggja framhaldið á rekstrinum og niðurstaða lægi fyrir innan tíðar.

Fundi var slitið kl. 17:55    Stefán Bjarnason
     (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?