Fara í efni

Bæjarstjórn

550. fundur 27. mars 2002

Miðvikudaginn 27. mars 2002 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Jónmundur Guðmarsson, Erna Nielsen, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir og Högni Óskarsson.

 

Fundi stýrði Jónmundur Guðmarsson.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

 

 

1.           Lögð var fram fundargerð 310. fundar fjárhags- og launanefndar dagsett 26. mars 2002 og var hún í 4 liðum.

Varðandi 2. lið fundargerðarinnar hefur fallið niður að bóka afgreiðslu tillagnanna.

Bæjarstjórn frestar því afgreiðslu þess liðar.

Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson.

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun ásamt athugasemd bæjarritara.

“Vegna bókunar Neslistans á fundi bæjarstjórnar 27. febrúar s.l. hefur bæjarritari gert athugasemdir við þá talnameðferð sem þar er við höfð.

Þegar bornar eru saman langtíma- og skammtímaskuldir yfir ákveðið árabil er nauðsynlegt að nota sömu verðlagsforsendur í báðum tilfellum.  Skuldaaukning bæjarsjóðs er ekki 70.03% á þessu tímabili, heldur 26.92%, þegar tillit er tekið til framreiknaðrar vísitölu.”

                                         

                                                  Bæjarstjóri.

 

Í athugasemdum bæjarritara kemur m.a. fram eftirfarandi:

Í bókum Neslistans á ofangreindum fundi eru langtímalánin sögð vera:

                                       

2001                                                      1997

       Langtímaskuldir ...................    379.562.263           262.953.598

       Afborganir langtímaskulda ..    125.262.630             34.098.684

       Samtals jafnað ......................      505 millj.                297 millj.

       og því hafi höfuðstóll skulda hækkað milli áranna 1997 og 2001

       um 70.03%.

 

       Hið rétta er:

       Langtímaskuldir ...................    379.562.263           262.953.598

       Skammtímaskuldir ...............    180.145.942           103.825.648

       Samtals .................................    559.708.205           366.779.246

       og því hefur höfuðstóll skulda hækkað milli áranna 1997 og 2001

       um 52.60%.

 

Ef skuldir í árslok 1997 eru framreiknaðar til vísitölu 31.12.2001 verður heildarskuldin í árslok 2001 440.993.776, og þá verður hækkunin frá 1997 til 2001 26.92%.

 

Neslistinn lagði fram eftirfarandi bókun:

Vegna bókunar bæjarstjóra og athugasemdar bæjarritara um skuldaaukningu bæjarsjóðs á árabilinu 1997-2001 er rétt að taka fram að skuldaaukning bæjarsjóðs um 26.92%, miðað við framreiknaða vísitölu er umtalsverð,  gengur reyndar þvert á þá stefnu sem sjálfstæðismenn hampa með hefðbundnum hætti rétt fyrir hverjar kosningar.

 

                   Högni Óskarsson            Sunneva Hafsteinsdóttir

                   (sign)                              (sign)

 

Liðir 1, 3 og 4 í fundargerðinni voru samþykktir samhljóða.

 

 

 

2.           Lögð var fram fundargerð 773. fundar byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 20. mars 2002 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

 

3.           Lögð var fram fundargerð 268. fundar skipulags-, umferðar- og hafnarnefndar dagsett 8. mars 2002 og var hún í 7 liðum.

Til máls tóku Erna Nielsen, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson og Jens Pétur Hjaltested.

Neslistinn lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Með vísan til liðar 2B í fundargerð 268. fundar skipulagsnefndar þá samþykkir bæjarstjórn að sú skipulagsnefnd, sem við tekur á næsta kjörtímabili muni taka upp skipulags- og byggingarmál Hrólfskálamels óbundin fyrri samþykktum bæjarstjórnar.”

 

                     Högni Óskarsson            Sunneva Hafsteinsdóttir

                     (sign)                              (sign)

 

Eftir umræðu um tillögu Neslistans var eftirfarandi tillaga lögð fram:

“Bæjarstjórn lítur svo á að samkvæmt samþykkt skipulagsnefndar 8. mars s.l. sé gert ráð fyrir að ný skipulagsnefnd sem kjörin verður í júní n.k. taki við skipulagi Hrólfskálamels og hafi eðli málsins samkvæmt frjálsar hendur um framhald þess, þ.m.t. viðræður við ÍAV.”

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

4.           Lögð var fram fundargerð 3. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 13. mars 2002 og var hún í 6 liðum.

Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

5.           Lögð var fram fundargerð 146. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 6. mars 2002 og var hún í 5 liðum.  Einnig voru lögð fram drög að Umhverfisstefnu Seltjarnarness.

Til máls tóku: Jens Pétur Hjaltested, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Inga Hersteinsdóttir.

Umhverfisstefna Seltjarnarness var samþykkt samhljóða.

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

 

6.           Lögð var fram fundargerð 32. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness dagsett 20. febrúar 2002 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

7.           Lögð var fram fundargerð 178. fundar stjórnar SORPU bs. dagsett 14. mars 2002 og var hún í 3 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

8.           Lögð var fram fundargerð 15. fundar stjórnar Strætó bs. dagsett 15. mars 2002 og var hún í 4 liðum.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

9.           Lagðar voru fram fundargerðir stjórnar Alþjóðahússins ehf., 11. fundar dagsett 20. febrúar 2002 sem var í 4 liðum og fundargerð 12. fundar dagsett 27. febrúar 2002 sem var í 3 liðum.

Til máls tók Sigurgeir Sigurðsson.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

10.      Lögð var fram fundargerð 43. fundar Starfsmenntasjóðs Seltjarnarness dagsett 13. mars 2002.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

 

11.      Lagðar voru fram fundargerðir Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands; 41. fundar dagsett 13. desember 2001 sem var í 7 liðum, 42. fundar dagsett 6. febrúar 2002 sem var í 1 lið, 43. fundar dagsett 12. febrúar 2002 í 1 lið og 45. fundar dagsett 14. mars 2002 sem var í 3 liðum.

Til máls tóku Erna Nielsen og Sigurgeir Sigurðsson.

Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

 

12.      Erindi:

a)                 Lagt var fram bréf frá fjölskylduráði dagsett 12. mars 2002 þar sem minnt er á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar sem verður þann 15. maí 2002.

Erindinu var vísað til ÆSÍS, félagsmálaráðs, Menningarnefndar og Skólanefndar.

b)                Lagt var fram bréf SSH dagsett 6. mars 2002 um samþykktir framhaldsaðalfundar og ársreikning 2001.

Samþykkt var að tilnefna Jónmund Guðmarsson sem varamann í stjórn og Ingu Hersteinsdóttur og Sunnevu Hafsteinsdóttur sem fulltrúa í fulltrúaráð.

c)                 Lagt var fram bréf frá Samgönguráðuneytinu dagsett 20. mars 2002 þar sem óskað var eftir viðhorfi til hugsanlegra fækkunar atvinnuleyfa.

Bæjarstjórn telur ekki ástæðu til að takmarka aðgang að leyfum umfram það sem nú er.

d)                Lagt var fram frá Landsímanum bréf dagsett 21. mars varðandi samstarf um könnun á viðhorfum Seltirninga til breiðbandslagnar.

Til máls tóku: Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Jens Pétur Hjaltested og Inga Hersteinsdóttir.

Erindið var samþykkt samþykkt samhljóða.

 

13.      Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn leggja fram eftirfarandi fyrirspurn til félagsmálaráðs/jafnréttisnefndar Seltjarnarness 27.03.2002.

“Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness lögðu fram tillögu í bæjarstjórn Seltjarnarness 28.03.2001, þar sem lagt var til að Seltjarnarnesbær taki formlega þátt í því átaki sem kallað er “Auður í krafti kvenna” eða “Dæturnar með í vinnuna” nú í ár þ.e. 2002.  Í þessu verkefni eru stúlkur 9-15 ára sérstaklega boðnar velkomnar á vinnustaði til að kynnast atvinnulífinu.  Tillögunni var vísað til félagsmálaráðs sem hefur með jafnréttismál að gera. Félagsmálaráð hefur haldið tíu fundi síðan tillagan var lögð fram og jafnréttismál hafa að minnsta kosti verið fjórum sinnum á dagskrá.  Það kemur hvergi fram í fundargerðum að tillagan sé lögð fram hvað þá að hún hafi verið afgreidd á einhvern hátt.  Vegna þessa eru lagðar fram eftirfarandi spurningar og bæjarstjóra falið að leggja fram skriflegt svar við þeim á næsta bæjarstjórnarfundi.

1)                 Hvenær var tillagan send félagsmálaráði?

2)                 Hvenær var hún tekin fyrir í félagsmálaráði?

3)                 Hver var niðurstaða félagsmálaráðs, var tillagan samþykkt eða var henni hafnað og þá með hvaða rökum?

4)                 Ef hún var samþykkt hvað var þá sérstaklega gert í tilefni dagsins þ.e. þann 26.03.2002 hjá Seltjarnarnesbæ? ”

 

 

Sunneva Hafsteinsdóttir             Högni Óskarsson

(sign)                                        (sign)

 

14.      Lagt var fram til upplýsinga yfirlit yfir fund vímuvarnarnefndar Seltjarnarness sem haldinn var 29. janúar 2002 og einnig bréf dagsett 19. febrúar 2002 með upplýsingum um dagmömmur  á Seltjarnarnesi.

 

Fundi var slitið kl. 19.00                        Stefán Bjarnason (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?