Fara í efni

Bæjarstjórn

509. fundur 23. febrúar 2000


Miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru: Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Inga Hersteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir og Högni Óskarsson.      
 
Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Álfþór B. Jóhannsson.

1. Tekin voru til umræðu skólamál á Seltjarnarnesi.
Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson,  Sunneva Hafsteinsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Högni Óskarsson.
Samþykkt var samhljóða að heimila jarðvegsframkvæmdir við Valhúsaskóla.
Ákveðið var að fresta enn afgreiðslu á 1.lið 54. fundargerðar skólanefndar sbr. síðustu fundargerð bæjarstjórnar.
 
2. Samkeppni um skipulag Hrólfskálamels.
Erna Nielsen, formaður dómnefndar, gerði grein fyrir málinu. 
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Útboðslýsing vegna samkeppninnar var samþykkt samhljóða.

3.     Lögð var fram 56. fundargerð Skólanefndar Seltjarnarness dagsett 14.
        febrúar 2000.
        Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

4. Lögð var fram 752. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness dagsett 22. febrúar 2000 og var hún í 8 liðum.
Til máls tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

5.  Lögð var fram 156. fundargerð stjórnar Sorpu dagsett 10. febrúar 2000 og var hún í 4 liðum.
Til máls tóku Jens Pétur Hjaltested og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin gef ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 42. fundargerð framkvæmdanefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 1. febrúar 2000 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin  gaf ekki tilefni til samþykktar. 

7. Lögð var fram 36. fundargerð samvinnunefndar um svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins dagsett 2. febrúar 2000 og var hún í 3 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 216. fundargerð stjórnar S.S.H. dagsett 11. febrúar 2000 og var hún í 6 liðum.
Til máls tóku Högni Óskarsson og Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9.   Erindi: 
a. Lagður var fram samstarfssamningur við Borgarbókasafn, Bókasafn Mosfellsbæjar og Bókasafn Seltjarnarness.
 
b. Lagt var fram bréf Gagnvirkrar miðlunar dagsett 5. febrúar 2000 um stafræna sjónvarpsnetið.
 
c. Lagt var fram bréf Lieto kommunen dagsett 1. febrúar 2000 þar sem 5 fulltrúum bæjarins er boðið til vinabæjarmóts í Lieto 9. og 10. júní.

Til máls tóku Högni Óskarsson og Sigurgeir Sigurðsson. 

d. Lagt var fram bréf Félagsmálaráðuneytisins dagsett 1. febrúar 2000 um reglugerð um holræsi á Seltjarnarnesi. 

Ákveðið var að óska eftir að ráðuneytið felldi reglugerðina niður þar sem holræsagjald hefur aldrei verið álagt á Seltjarnarnesi.
e. Lagt var fram bréf S.S.H. dagsett 15. febrúar 2000 um viðbótarframlag vegna aksturs fatlaðra grunnskólanema og skjólstæðings Styrktarfélags vangefinna.

Erindið var samþykkt samhljóða.

f. Lagt var fram bréf skrifstofu jafnréttismála dagsett 16. febrúar 2000.

10.  Samþykkt var samhljóða að falla frá hugmyndum að opna skólagarða     
       milli Sefgarða og Sævargarða vegna andmæla íbúa.
 
  Fundi slitið kl.17.43. Álfþór B. Jóhannsson


  Sigurgeir Sigurðsson (sign)    Erna Nielsen (sign)
  Inga Hersteinsdóttr (sign)    Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
  Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)   Högni Óskarsson (Sign)
  Jens Pétur Hjaltested (sign).



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?