Fara í efni

Bæjarstjórn

498. fundur 21. júlí 1999

498. (1424) Bæjarstjórnarfundur.

Miðvikudaginn 21. júlí 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru:  Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Inga Hersteinsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Sigrún Benediktsdóttir.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Forseti lagði fram bréf Bæjarmálafélags Seltjarnarness  þar sem óskað var eftir að Sigrún Benediktsdóttir, 5. maður á lista, fái leyfi til að sitja fundinn vegna sumarleyfa kjörinna fulltrúa. Var það samþykkt og hún boðin velkomin.

1. Lögð var fram 269. fundargerð Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness dagsett 13. júlí  1999 og var hún í 8 liðum.  
Til máls um fundargerðina tóku;  Sigurgeir Sigurðsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

2. Lögð var fram 241. fundargerð Skipulags-,umferðar- og hafnarnefndar Seltjarnarness dagsett 13. júlí 1999 og var hún í 7 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku; Sunneva Hafsteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Inga Hersteinsdóttir og Erna Nielsen.
Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi tillögu vegna 241. fundar skipulags-umferðar og hafnarnefndar Seltjarnarness, lið 3.
“Fulltrúar Neslistans leggja til að lið 3 í fundargerðinni verði frestað og formanni skipulagsnefndar verði gefið tækifæri til að skila skriflegri greinargerð til bæjarfulltrúa þar sem útskýrð eru og færð rök fyrir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru í nefndinni varðandi úthlutun lóðarinnar Austurströnd 5.”
Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)  Sigrún Benediktsdóttir   (sign

Tillagan var felld með 5 atkvæðum gegn 2 atkvæðum.
Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi bókun og fyrirspurn vegna 241.fundar skipulags-umferðar og hafnarnefndar Seltjarnarness lið 3.
“Fulltrúar Neslistans átelja harðlega ómarkviss og fálmkennd vinnubrögð meirihluta skipulagsnefndar Seltjarnarness við úrvinnslu umsókna um Austurströnd 5. Vinnubrögð sem þessi eru til þess fallin að vekja vantraust íbúa bæjarfélagsins á starfi nefndarinnar.  
Vegna þessa er nauðsynlegt að formaður skipulagsnefndar skili bæjarfulltrúum skriflegri greinargerð um allt ferlið og ekki síst þá kúvendingu sem varð hjá nefndinni 10. júní sl. og síðan aftur 13. júlí 1999. Tillögur og bókanir meirihlutans sem koma fram í fundargerðum skipulagsnefndar gefa ekki nægar upplýsingar. Skriflegt svar óskast á næsta fundi bæjarstjórnar.”

Sunneva Hafsteinsdóttir   (sign)    Sigrún Benediktsdóttir  (sign)
        
Fulltrúar Neslistans leggja fram eftirfarandi tillögu vegna 241. Fundar skipulags-umferðar og hafnarnefndar Seltjarnarness lið 4.
“ Fulltrúar Neslistans leggja til að ráðinn verði umferðarverkfræðingur eða annar hliðstæður fagaðili til að skoða umferðarmál bæði gangandi og akandi vegfarenda við Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla og koma með tillögur til úrbóta. Bæjarstjórn felur tæknideild að hafa umsjón með verkinu fyrir hönd bæjarstjórnar.”
Greinargerð:
Það er ljóst að skipulag umferðar bæði gangandi og akandi vegfarenda í nágrenni Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla er í miklum ólestri og þar skapast mikil slysahætta á álagstímum. Það er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að trúlega 80 – 90 % foreldra keyra börn sín til skóla. Finna verður viðunandi lausn á umferðarmálum við báða skólana.
Neslistinn fagnar frumkvæði grunnskólafulltrúa varðandi merkingu við Mýrarhúsaskóla en það er einungis brot af því sem þarf að gera.
Sunneva Hafsteinsdóttir   (sign)    Sigrún Benediktsdóttir   (sign)

Fundargerðin samþykkt með 5 atkvæðum en 2 sátu hjá.

3. Lögð var fram 746. fundargerð Byggingarnefndar Seltjarnarness  dagsett 7. júlí 1999 og var hún í 6 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku; Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen og Jónmundur Guðmarsson
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Lagðar voru fram 3 fundargerðir Skólanefnar Seltjarnarness, 36. fundar dagsett 29. júní 1999 og var hún í 2 liðum,  37. fundar dagsett 8. júlí 1999 og var hún í 13 liðum og fundargerð 38. fundar dagsett 14.júlí 1999 og var hún í 1 lið.   
Til máls um fundargerðirnar tóku; Jónmundur Guðmarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Benediktsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir máli nemanda og svari til menntamálaráðuneytis vegna málsins.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.

5. Lögð var fram 246. fundargerð Félagsmálaráðs  Seltjarnarness dagsett 30. júní 1999 og var hún í 6 liðum.
 Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

6. Lögð var fram 127. fundargerð Umhverfisnefndar Seltjarnarness dagsett 28. júní 1999 og var hún í 8 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku; Sunneva Hafsteinsdóttir og Jónmundur Guðmarsson
Vegna liðs 5 í fundargerðinni biður Sunneva Hafsteinsdóttir um að greinargerð sem vinna á verði kynnt fyrir bæjarstjórn áður en hún verður send SSH.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

7. Lögð var fram 12. fundargerð Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness dagsett 29. júní 1999 og var hún í 2 liðum.
Til máls um fundargerðirnar tóku Sigrún Edda Jónsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

8. Lögð var fram 148. fundargerð stjórnar SORPU dagsett 16. júní 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

9. Lögð var fram 6. fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis dagsett 15. júní 1999 og var hún í 4 liðum, ásamt gjaldskrá fyrir mengunar og heilbrigðiseftirlit. 
Til máls um fundargerðina tók Sigurgeir Sigurðsson.
Gjaldskráin var samþykkt samhljóða.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

10. Lögð var fram 197. fundargerð Bláfjallanefndar dagsett 10. júní 1999 og var hún í 7 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

11. Lögð var fram 44. fundargerð samstarfsnefndar Félags ísl. Leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 7. júlí 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

12. Lögð var fram 2. fundargerð samstarfsnefndar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Launanefndar sveitarfélaga dagsett 21. júní 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

13. Erindi:
a) Lagt var fram bréf frá nýstofnuðum “Samtökum forstöðumanna  almenningsbókasafna”, dagsett 16. júní 1999.
b) Lagt var fram bréf dagsett 22. júní 1999 frá Kennarasambandi Íslands og Hinu íslenska kennarafélagi til að kynna afstöðu kennarafélaganna varðandi svokallaðan tilraunasamning.
c) Lagt var fram bréf dagsett 7. júlí 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tilefni af bréfi kennarafélaganna.
d) Lagt var fram bréf dagsett 28. júní 1999 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi sveigjanleg starfslok, ásamt ályktun Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis dagsett í maí 1999.


Fundi slitið 17:58  Stefán Bjarnson.
 
 Sigurgeir Sigurðsson   (sign) Erna Nilsen  (sign)
 Sigrún Edda Jónsdóttir (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)
 Jónmundur Guðmarsson (sign) Inga Hersteinsdóttir  (sign)
 Sigrún Benediktsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?