Fara í efni

Bæjarstjórn

496. fundur 09. júní 1999

Miðvikudaginn 9. júní 1999 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl.17:00.

Mættir voru Sigurgeir Sigurðsson, Erna Nielsen, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sunneva Hafsteinsdóttir, Högni Óskarsson, Jónmundur Guðmarsson og Jens Pétur Hjaltested.

Fundi stýrði Erna Nielsen.
Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

1. Kosningar samkvæmt 56. grein bæjarmálasamþykktar til eins árs.  
    
1) Forseti bæjarstjórnar var endurkjörin Erna Nilsen með 5 atkvæðum, 2 sátu hjá.

2) Fyrsti varaforseti var endurkjörinn Jónmundur Guðmarsson með 5       
    atkvæðum, 2 sátu hjá.

3) Annar varaforseti var endurkjörin Inga Hersteinsdóttir með 5   
    atkvæðum, 2 sátu hjá.

4) Skrifarar bæjarstjórnar voru endurkjörnir samhljóða.
    Jens Pétur Hjaltested,
    Sunneva Hafsteinsdóttir,
    Til vara:
    Inga Hersteinsdóttir,
    Högni Óskarsson.

5) Skoðunarmenn bæjarreikninga voru endurkjörnir samhljóða:
    Hörður Felixson, Sævargörðum 9.
    Guðmundur Einarsson, Víkurströnd 14.
    Til vara voru kjörnir:
    Guðmar Magnússon, Barðaströnd 23.
    Ágúst Einarsson, Fornuströnd 19.

6) Kjörstjórn
  Í yfirkjörstjórn voru endurkjörnir:
    Ingi R. Jóhannsson, Sævargörðum 2.
    Halldór Árnason, Víkurströnd 11.
    Bolli Thoroddsen, Sæbraut 6.
    Til vara voru kjörnir:
    Daníel Ingólfsson, Lindarbraut 2.
    Hjörtur Nilsen, Tjarnarmýri 35.
    Daníel Gestsson, Vallarbraut 3.


2. Lögð var fram 745. fundargerð Bygginganefndar Seltjarnarness dagsett 9. júní 1999 og var hún í 7 liðum.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson.
Fundargerðin  var samþykkt samhljóða.


3. Lagðar voru fram fundargerðir Skólanefndar Seltjarnarness,  33. fundar dagsett 1. júní 1999 og var hún í 4 liðum og fundargerð 34. fundar dagsett 3. júní 1999 og var hún í einum lið.                                 
Til máls um fundargerðirnar tók Jónmundur Guðmarsson.
Fundargerðirnar gáfu ekki tilefni til samþykkta.


4. Lögð var fram fundargerð 5. fundar Heilbrigðisnefndar kjósarsvæðis dagsett 18. maí 1999 og var hún í 7 liðum, ásamt erindi og greinargerð.
Til máls um fundargerðina tóku Sunneva Hafsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson og Erna Nielsen.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


5. Lögð var fram fundargerð 147. fundar stjórnar Sorpu dagsett 20. maí 1999 og var hún í 2 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


6. Lögð var fram fundargerð 4. fundar nefndar um fræðasetur í Gróttu, dagsett 18. maí 1999 og var hún í 4 liðum.
Til máls um fundargerðina tók Jens Pétur Hjaltested
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


7.    Lögð var fram fundargerð 138. fundar Launanefndar sveitafélaga dagsett
       7. maí 1999 og var hún í 22 liðum.
Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


8.     Lögð var fram fundargerð 206. fundar stjórnar samtaka sveitafélaga á            
        höfuðborgarsvæðinu og var hún í 7 liðum.

        Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


9.     Lögð var fram fundargerð 9. fundar samstarfsnefndar Samflots og
        Launanefndar  sveitafélaga, dagsett 12. maí 1999 og var hún í 3 liðum.
 Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.


10. Erindi:
Lagt var fram erindi frá Sorpu dagsett 25. maí varðandi upplýsingagjöf og leiðbeiningar til aðila sem starfa að undirbúningsvinnu að Staðardagsskrá 21, ásamt kynningariti um  Staðardagskrá 21.
Erindinu vísað til Umhverfisnefndar.


11.   Lögð var fram tillaga og greinargerð N-lista samkvæmt 3. lið 495.
 fundar bæjarstjórnar varðandi úttektar á skólahúsnæði.
Til máls tóku Jónmundur Guðmarsson, Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir.
Tillögunni var vísað til Skólanefndar.


12.     Lögð var fram tillaga og greinargerð N-lista samkvæmt 8. lið 495.       
         fundar bæjarstjórnar varðandi fuglaverndarsvæði við Bakkatjörn.
Til máls tóku Högni Óskarsson, Sigurgeir Sigurðsson, Sunneva
         Hafsteinsdóttir, Jens Pétur Hjaltested og Jónmundur Guðmarsson.
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
         Meirihluti bæjarstjórnar er ekki ósáttur við að Neslistinn gangi í
         stefnuskrá D-lista eftir tillögum en í stefnuskrá okkar 1998-2002 segir undir liðnum “Friðlýsing” Næsta athugunarsvæðið er umhverfi Bakkatjarnar. Málið er þegar í höndum Umhverfisnefndar sem m.a. er að fá umsögn um annan hólma í tjörninni áður en friðlýsing verður framkvæmd. Bæjarstjórn mun væntanlega samþykkja tillögu frá Umhverfisnefnd um friðlýsingu þegar nefndin hefur lokið undirbúningi sínum.  Tillagan er því ekki tímabær og er vísað til Umhverfisnefndar til úrvinnslu.

       Fulltrúar N-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:
       Með vísan til bókunar meirihlutans um tillögu Neslistans um friðlýsingu umhverfis Bakkatjarnar skal tekið fram að þetta mál hefur einnig verið á stefnuskrá Neslistans. Hér er ekki um flokkspólitískt ágreiningsmál að ræða en mikilvægt að hrinda undirbúningi að friðlýsingu úr vör.
  
       Sunneva Hafsteinsdóttir   (sign)      Högni Óskarsson   (sign)

       Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til Umhverfisnefndar.


13.   Lagðar voru fram af bæjarfulltrúum Neslistans eftirfarandi tillögur í
        Æskulýðs- og íþróttamálum vegna fjárhagsáætlunar 2000-2001

       A) “Bæjarstjórn samþykkir að láta gera tvo litla sparkvelli til iðkunar knattspyrnu    Bæjarstjórn felur Æskulýðs- og íþróttaráði að gera tillögu um staðsetningu og láta gera kostnaðaráætlun”

        Greinargerð: Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi en hefur orðið undir á Seltjarnarnesi. Knattspyrnuiðkendur kvarta undan aðstöðuleysi til keppni í knattspyrnu og æfingaaðstöðu sem nýtist árið um kring. Ekki er fyrirsjáanlegt að gerður verði keppnisvöllur í fullri stærð á næstu árum en leita verður leiða til þess að mæta þörfum knattspyrnuiðkenda fyrir aðstöðu. Undanfarin ár hafa sprottið upp litlir sparkvellir í mörgum löndum og hafa gefið góða raun.  Vellirnir eru 20x40 metrar eða jafnvel 12x24 metrar að stærð.  Þeir eru upphitaðir og vel afgirtir og því nothæfir nær alla daga ársins.  Lögð er áhersla á að vellirnir falli vel að umhverfi sínu, líti vel út og þoli mikið álag.  Hér er því um álitlegan kost til þess að bæta úr aðstöðuleysi knattspyrnuiðkenda á Seltjarnarnesi.

 Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)   Högni Óskarsson  (sign

 B) “Bæjarstjórn samþykkir að fela Æskulýðs-og íþróttaráði að gera úttekt á þátttöku í íþrótta-og æskulýðsstarfi í bænum og óskir bæjarbúa um bætta/breytta þjónustu á því sviði.  Könnunin verði gerð haustið 1999.”

 Greinargerð:  Í könnunni verði m.a. kannað hversu margir taka þátt í því starfi sem nú stendur til boða.  Svo og hvaða óskir börn og unglingar og foreldrar þeirra hafa um íþrótta-og æskulýðsstarf.  Sérstaklega ber að skoða kynjahlutfall í hinum ýmsu greinum. Niðurstöður könnunarinnar liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar 2000. Æskulýðs-og íþróttaráði móti síðan tillögur til úrbóta og framfara sem byggðar eru á þessum upplýsingum. Tillögur þessar liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2001.

 Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)  Högni Óskarsson  (sign)


 C) “Bæjarstjórn samþykkir að fela Æskulýðs-og íþróttaráði að gera áætlun um aukna nýtingu á íþróttaaðstöðu bæjarins í forvarnarskyni.  Tekið verði tillit til kostnaðar vegna þessa við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000.”

Greinargerð:  Neysla áfengis og annarra fíkniefna barna og unglinga á sér einkum stað þegar þeir hópast saman um kvöld og helgar án þess að hafa nokkuð sérstakt fyrir stafni.  Unglingum er það mikilvægt að hópast saman og hitta félaga sína.  Þá skortir þó alla jafnan samastað til slíks og verða þá götur og skúmaskot oft fundarstaðurinn.  Mikilvægt er að bjóða þeim aðrar og heppilegri aðstæður, s.s. með því að opna húsnæði og íþróttaaðstöðu bæjarins utan hefðbundins notkunartíma, að kvöldlagi  um helgar.  Þar gæfist unglingum kostur á að koma saman og leika sér eða taka þátt í óhefðbundnu íþróttastarfi. Þar mætti einnig bjóða fulltrúum ýmissa íþróttagreina að koma og kynna starfsemi sína.  Starfið og aðstöðuna mætti tengja við starf Selsins eftir föngum sem lið í forvörnum og til þess að ná til einstaklinga sem að öðrum kosti verðu tíma sínum á óheppilegri hátt.

Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign)  Högni Óskarsson  (sign)

Til máls um tillögurnar tóku Sigurgeir Sigurðsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Högni Óskarsson.

Bókun meirihluta bæjarstjórnar um tillögur Neslistans í íþrótta-og æskulýðsmálum.
“Á síðasta fundi ÆSÍS voru öll þau mál er tillögurnar fjalla um til umræðu undir liðnum ,,Stefnumörkum ÆSÍS til framtíðar” og eru málin þegar í vinnslu hjá ráðinu.  Mjög óvanalegt er að fulltrúar í nefndum láti bæjarfulltrúa flytja í bæjarstjórn tillögur um málefni sem eru í gangi í nefndum þeirra og taki þannig frumkvæðið af viðkomandi fagnefnd.  Tillögurnar eru því sendar ÆSÍS sem innlegg í þá umræðu sem þar er hafin.”

Eftirfarandi er bókun bæjarfulltrúa Neslistans:
 “Þess misskilnings gætir í bókun meirihlutans að verið sé að grípa fram í fyrir hendurnar á æskulýðs-og íþróttaráði.  Svo er alls ekki.  Hér er um að ræða stuðning við ákveðin mál sem snúa að stefnumótun og forvarna í starfi.”

Sunneva Hafsteinsdóttir  (sign) Högni Óskarsson  (sign)

Samþykkt samhljóða  að vísa tillögunum til Æskulýðs-og íþróttaráðs Seltjarnarness.


14. Lagt var fram svar bæjarstjóra vegna 2. liðs 494 fundar.


15. Lagt var fram svar bæjarstjóra vegna liðs 9 í fundargerð 495.


Fundi slitið 18:10  Stefán Bjarnason
 
 Sigurgeir Sigurðsson   (sign) Erna Nilsen  (sign)
 Sigrún Edda Jónsdóttir  (sign) Sunneva Hafsteinsdóttir (sign)
 Högni Óskarsson (sign)  Jónmundur Guðmarsson (sign)
 Jens Pétur Hjaltested    (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?