Fara í efni

Bæjarstjórn

643. fundur 11. október 2006

Miðvikudaginn 11. október 2006 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi kl. 17:00.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Lárus B. Lárusson, Þór Sigurgeirsson, Ólafur Egilsson, Gunnar Lúðvíksson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundi stýrði Ásgerður Halldórsdóttir.

Fundargerð ritaði Stefán Bjarnason.

Fundargerð 642. fundar samþykkt.

Forseti bauð sérstaklega velkomna varamennina Ólaf Egilsson og Gunnar Lúðvíksson.

1.           Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2006, ásamt greinargerð.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunarinnar eru að skatttekjur hækka um 29.000.000.- og rekstrargjöld A-hluta hækka um 100.480.000.- en B-hluta um 4.800.000.-.  Hagnaður aðalsjóðs er 94.960.000.- en hagnaður samstæðu A og B hluta kr. 32.384.000.-  Ráðstöfun hagnaðar og söluandvirðis byggingalands er 689.235.000.- og er þá óráðstafaður afgangur kr. 740.800.000.-

Til máls tóku: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Lárus B. Lárusson og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðismanna en 2 fulltrúar Neslistans sátu hjá.

 

Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness leggja fram eftirfarandi bókun vegna endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2006.

Á endurskoðaðri fjárhagsáætlun má sjá að kosningavíxillinn er fallinn. Framkvæmdin við gervigrasvöllinn hefur farið 80% fram úr áætlun og framkvæmdin við sundlaugina hefur farið 72% fram úr áætlun. Áætlaður kostnaður vegna gervigrasvallar var 110.000.000.- en stendur nú í 198.000.000.- þegar verkinu er enn ekki lokið. Framkvæmdir við sundlaugina var áætluð kr. 190.000.000.- en stendur nú í 328.000.000.- Þessi framúrkeyrsla kostaði bæjarsjóð kr. 226.000.000.-

Þetta er skýrt af bæjarstjóra í greinargerð á eftirfarandi hátt: “Óhjákvæmileg viðbótarverk og ýmsir ófyrirséðir liðir hafa komið upp við breytingar á sundlaug og byggingu gervigrasvallar sem kalla á aukið framkvæmdafé umfram það sem þegar var áætlað”.

Þessi frávik eru algerlega óásættanleg og ljóst er að meirihluti sjálfstæðismanna keyrði framkvæmdirnar áfram og var unnið nótt sem nýtan dag við þessar framkvæmdir í því eina skyni að geta opnað þessi mannvirki fyrir kosningar.

Í greinargerð bæjarstjóra með endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2006 segir einnig orðrétt:

“Ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005 ber með sér glæsilegan árangur í rekstri. Fjárhagsáætlun ársins stóðst með miklum ágætum. Frávik í áætlun launa voru engin og annar rekstrarkostnaður var verulega undir áætlun og tekjur yfir áætlun.” Og síðar kemur í greinargerðinni: “ Heildarfrávik frá samþykktri fjárhagsáætlun er óvenjumikil að þessu sinni. Skýrist það fyrst og fremst af miklum launahækkunum...”

Það er ótrúlegt að bæjarstjóri beri greinargerð af þessu tagi á borð fyrir bæjarstjórn. Hvað kemur ársreikningur 2005 við endurskoðaðri áætlun 2006? Gera verður þá kröfu að fólk haldi sig við efnið fari ekki aftur í tímann til þess eins að geta notað hástemmd orð.

           Guðrún Helga Brynleifsdóttir             Sunneva Hafsteinsdóttir

                              (sign)                                       (sign)

 

2.           Lögð var fram fundargerð 372.  fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. september 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

3.           Lögð var fram fundargerð 97. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 28. september 2006 og var hún í 3 liðum.

Til máls tóku: Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir og Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

Tekinn var til afgreiðslu 9. liður 95. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, sem var á dagskrá í 4. lið 641. fundar bæjarstjórnar þann 11. september 2006.  

Samþykkt samhljóða.

 

Forseti bæjarstjórnar Ásgerður Halldórsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun vegna b-liðar Ólafs Egilssonar í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr 97. Deiliskipulag Hrólfsskálamels hefur fengið mikla umfjöllun í bæjarfélaginu undanfarnar vikur og margir hafa komið að máli við mig. Sumir hafa viljað breyta auglýstu deiliskipulagi mikið aðrir minna svo margar hugmyndir eru í umræðunni. Þetta segir mér að vinna þurfi mun meira í þessu máli til að ná ásættanlegri niðurstöðu sem flestir geta orðið sáttir um.

Ásgerður Halldórsdóttir

(sign)

 

4.           Lögð var fram fundargerð 75. fundar Menningarnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. október 2006 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

5.           Lögð var fram fundargerð 182. (6.) fundar Skólanefndar Seltjarnarness, dagsett 25. september 2006 og var þetta vinnufundur í 1 lið.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

6.           Lögð var fram fundargerð 195. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 28. september 2006 og var hún í 8 liðum.

Til máls tóku: Sunneva Hafsteinsdóttir og Þór Sigurgeirsson.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

7.           Lögð var fram fundargerð 323. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 20. september 2006 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

8.           Lögð var fram fundargerð 2. fundar Jafnréttisnefndar Seltjarnarness, dagsett 3. október 2006 og var hún í 7 liðum.

Til máls tók: Sunneva Hafsteinsdóttir.

Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykkis.

9.           Lögð var fram fundargerð 229. fundar SORPU bs., dagsett 25. september 2006 og var hún í 5 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

10.      Lögð var fram fundargerð 81. fundar stjórnar STRÆTÓ bs.., dagsett 22. september 2006 og var hún í 10 liðum

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

11.      Lögð var fram fundargerð 82. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 28. september 2006 og var hún í 2 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

12.      Lögð var fram fundargerð 296. fundar stjórnar SSH, dagsett 2. október 2006 og var hún í 7 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

13.      Lögð var fram fundargerð 218. fundar Launanefndar sveitarfélaga, dagsett 17. september 2006 og var hún í 4 liðum.

Fundargerðin gaf  ekki tilefni til samþykktar.

14.      Tillögur og erindi:

a)     Samþykkt var eftirfarandi tilnefning Neslistans í Svæðisskipulagsráð SSH.

       Aðalmaður er kjörinn: Stefán Bergmann, Hamarsgötu 2 Seltjarnarnesi.

       Til vara er: Ragnhildur Ingólfsdóttir, Tjarnarstíg 20 Seltjarnarnesi.

 

Fundi var slitið kl.  17:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?