Fara í efni

Bæjarstjórn

23. febrúar 2011

Miðvikudaginn 23. febrúar 2011 kl. 17:08 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Brynjúlfur Halldórsson (BH) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram, til seinni umræðu, þriggja ára fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2012-2014.

    Til máls tóku: MLÓ og ÁH.

    Fjárhagsáætlunin fyrir árin 2012-2014 var samþykkt með 6 akvæðum en fulltrúi Neslistans sat hjá.

  2. Lögð var fram fundargerð 435. fundar Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, dagsett 3. febrúar 2011 og var hún í 12 liðum.

    Til máls tók: SEJ.

    Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

  3. Lögð var fram fundargerð 155. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 15. febrúar 2011.

    Til máls tók: ÁH.

    Fundargerðin var afgreidd með eftirfarandi hætti:
    Mál 2010110046 Selbraut 80 – Samþykkt.

    Mál 2011020047 Bollagarðar 14 – Samþykkt.
    Mál 2009060018 Vesturströnd 29 – Samþykkt.
    Mál 2011020070 Hrólfsskálavör 2 – Samþykkt.

    Mál 2010110053 Gjaldskráhækkun Skipulags-og byggingafulltrúa- Samþykkt.

    Fundargerðin gaf að öðru leyti ekki tilefni til samþykktar.

  4. Lögð var fram fundargerð 366. fundar Félagsmálaráðs Seltjarnarness, dagsett 10. febrúar 2011 og var hún í 7 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  5. Lögð var fram fundargerð 353. (3.) fundar Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, dagsett 15. febrúar 2011 og var hún í 14 liðum.

    Til máls tók: LBL.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  6. Lögð var fram fundargerð 25. fundar stjórnar Lækningaminjasafns Íslands, dagsett 3. febrúar 2011 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  7. Lögð var fram fundargerð 152. fundar stjórnar STRÆTÓ bs., dagsett 4. febrúar 2011 og var hún í 13 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  8. Lögð var fram fundargerð 24. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, dagsett 4. febrúar 2011 og var hún í 2 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  9. Lögð var fram fundargerð 359. fundar stjórnar SSH, dagsett 7. febrúar 2011 og var hún í 6 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  10. Lögð var fram fundargerð 98. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dagsett 718 febrúar 2011 og var hún í 4 liðum.

    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.

  11. Erindi og tillögur:

    1. Lögð voru fram drög að Innkaupareglum Seltjarnarness í 26 greinum, sem afgreiðslu var frestað á 729. fundi bæjarstjórnar.

      Til máls tóku: MLÓ, ÁH, BH og GM.

      Innkaupareglur Seltjarnarnesbæjar voru samþykktar samhljóða.

Fundi var slitið kl. 17:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?