Fara í efni

Bæjarstjórn

26. október 2011

Miðvikudaginn 26. október 2011 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar, Stefán Bjarnason, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011.
  2. Bæjarstjóri kynnti áætlunina og gerði grein fyrir tillögum að breytingum og helstu niðurstöðum við endurskoðun fjárhagáætlunar fyrir árið 2011.
    Helstu niðurstöður endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar 2011 eru eftirfarandi:
Breytingar Endurskoðuð
A- Aðalsjóður Áætlun 2011 2011 áætlun 2011
00 Skatttekjur 1.849.000.000 87.162.000 1.936.162.000
02 Félagsþjónusta (166.555.948) (46.435.000) (212.990.948)
04 Fræðslumál (1.025.689.619) (72.670.000) (1.098.359.619)
05 Menningar- og félagsmál (63.607.163) 0 (63.607.163)
06 Íþróttir, æskulýðsmál, og útivist (359.023.500) (4.000.000) (363.023.500)
07 Brunamál og almannavarnir (26.200.000) 0 (26.200.000)
08 Sorphreinsun og hreinlætismál (14.586.000) 0 (14.586.000)
09 Skipulagsmál (17.970.507) 0 (17.970.507)
10 Götur, holræsi og umferðarmál (útrásir) (84.157.500) (12.200.000) (96.357.500)
11 Almenningsgarðar og opin svæði (79.340.311) 0 (79.340.311)
13 Framlag til atvinnumála (335.000) 0 (335.000)
21 Sameiginlegur kostnaður (153.678.040) (13.800.000) (167.478.040)
22 Breyting lífeyrisskuldbindinga (20.000.000) 0 (20.000.000)
28 Fjármagnsliðir 219.563.603 0 219.563.603
Aðalsjóður 57.420.015 -61.943.000 -4.522.985
A- Aðrir sjóðir og stofnanir.
31 Eignasjóðir rekstur 50.959.396 16.900.000 67.859.396
33 Þjónustumiðstöð -36.498.697 (3.500.000) (39.998.697)
Sveitarsjóður A - hluti 71.880.714 -48.543.000 23.337.714


  1. Engar breytingar voru gerðar á áætlunum B-hluta fyrirtækja og stofnana .
    Til máls tóku: ÁH og ÁE. Endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 borin upp og samþykkt samhljóða.
  2. Lagðar voru fram fundargerðir Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness, 444. fundar dagsett 18. október 2011 sem var í einum lið og 445. fundar dagsett 20. október 2011 sem var í 13 liðum.

    Til máls tóku: ÁE og MLÓ.

    Fulltrúar Neslista og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:

    „Við teljum þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við uppsögn deildarstjóra launadeildar þann 30. september 2011 ámælisverð og þvert á starfsmannastefnu bæjarins. Starfsmannastefnan leggur bæjarstjórn og stjórnendum bæjarins ríkar skyldur á herðar. Skyldur sem leggja grunn að festu í starfsmannahaldi og velferð starfsmanna og ber að virða og uppfylla.

    Starfsfólk bæjarins, þekking þess, færni og reynsla er sá mannauður sem starfsemi sveitarfélagsins og gæði þjónustu við íbúa byggist á. Þann auð ber að rækta og ávaxta eftir föngum. Virðing og tillitssemi gagnvart starfsfólki, hvort heldur í starfi eða við starfslok, eru lykilforsendur jákvæðs starfsanda og samheldni á vinnustað. Uppsögn og missir starfs sem sinnt hefur verið af trúmennsku, jafnvel í áratugi, er sársaukafull. Starfsmissir er alvörumál sem taka ber á af nærgætni.

    Breytingar á starfsmannahaldi, endurskoðun á verksviði og ábyrgð í starfi kunna að vera nauðsynlegar til þess að Seltjarnarnesbær geti rækt skyldur sínar á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt. Illa grundaðar ákvarðanir og óvönduð vinnubrögð í starfsmannamálum grafa hins vegar undan starfsánægju, koma niður á afköstum og starfsgæðum og ala á ótta og áhyggjum starfsfólks.

    Að gefnu tilefni teljum við að endurmeta þurfi hvernig staðið er að starfsmannamálum hjá Seltjarnarnesbæ.“

    Árni Einarsson Margrét Lind Ólafsdóttir
    sign sign
    Fundargerðirnar voru samþykktar samhljóða.
  3. Lögð var fram fundargerð 163. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness, dagsett 18. október 2011 og var hún í 14 liðum.
    Mál 2011030033 Valhúsabraut 25, niðurrif húss – Samþykkt samhljóða.
    Mál 2010040028 Lindarbraut 2a, endurnýjun byggingaleyfis, grindverk á lóðamörkum – Samþykkt samhljóða.
    Mál 2010010047 Tjarnarmýri 16, stækkun glugga og endurnýjun lóðar – Samþykkt samhljóða.
    Mál 2010010048 Tjarnarmýri 18, kjallaratröppur og inngangur við kjallara, stækkun glugga og endurnýjun lóðar. - Samþykkt samhljóða.
    Mál 2011080124 Selbraut 4, glerskáli á svölum. - Samþykkt samhljóða.
    Mál 2011080125 Selbraut 6, glerskáli á svölum. - Samþykkt samhljóða.
    Mál 2011080126 Selbraut 8, glerskáli á svölum. - Samþykkt samhljóða.
    Mál 2011090051 Golfklúbbur Ness – Stækkun æfingasvæðis í Suðurnesi. – Til máls tók: ÁE. Samþykkt samhljóða.
    Aðrir liðir fundargerðarinnar gáfu ekki tilefni til samþykktar.
  4. Lögð var fram fundargerð 234. fundar Umhverfisnefndar Seltjarnarness, dagsett 12. október 2011 og var hún í 7 liðum.
    Til máls tóku: ÁE, BTÁ og SEJ.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  5. Lögð var fram fundargerð 290. fundar stjórnar SORPU bs, dagsett 17. október 2011 og var hún í 4 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  6. Lögð var fram fundargerð 317. fundar stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dagsett 12. október 2011 og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  7. Lögð var fram fundargerð 161. fundar stjórnar STRÆTÓ bs, dagsett 18. október 2011 og var hún í 2 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  8. Lögð var fram fundargerð 103. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dagsett 21. október 2011 og var hún í 5 liðum.
    Fundargerðin gaf ekki tilefni til samþykktar.
  9. Erindi og tillögur:
  1. Lögð var fram Skólastefna Seltjarnarnesbæjar 2011, til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Fundi var slitið kl. 17:21

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?