Fara í efni

Bæjarstjórn

22. febrúar 2012

Miðvikudaginn 22. febrúar 2012 kl. 17:25 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus Brynjar Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir, setti fund og stjórnaði.

  1. Lögð var fram til seinni umræðu, þriggja ára fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2013-2015.
    „Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkir að leggja fram fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2013-2015 sem ramma um árlegar fjárhagsáætlanir bæjarfélagsins. Endurskoða skal áætlunina í tengslum við afgreiðslu hinna árlegu fjárhagsáætlana. “

    Fjárhagsáætlun fyrir árin 2013-2015 var samþykkt með sjö atkvæðum (ÁH, GM, SES, LBL, BTÁ, MLÓ og ÁH.)
    Til máls tóku:ÁH,ÁE
  2. Fundargerð 167. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar nr. 167 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð skipulags- og mannvirkjanefndar.

    Málsnúmer: 2012020032
    Heiti máls: Barðaströnd 21
    Málsaðili: Gunnar Þór Bjarnason
    Lýsing: Þrír gluggar á suðurhlið kjallara
    Afgreiðsla: Samþykkt

    Málsnúmer: 2012020059
    Heiti máls Miðbraut 34 fyrirspurn um hækkun þaks
    Málsaðili: Ívar Ívarsson
    Lýsing: Hækkun þaks í mænishæð 2,5 m og smá breyting á innréttingu hæðar.
    Afgreiðsla: Neikvætt samræmist ekki skilmálum skipulags.

    Fundargerðin lögð fram.
  3. Fundargerð 358. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: LBL,ÁE
  4. Fundargerðir 373. og 374. fundar stjórnar SSH.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
    Fundi var slitið kl. 17:35
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?