Fara í efni

Bæjarstjórn

21. ágúst 2013

Miðvikudaginn 21. ágúst 2013 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Brynjúlfur Halldórsson (BH) og Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (SSB).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 256. fundar Skólanefndar.
    Fundargerðin lögð fram.

  2. Fundargerð 478. fundar Fjárhags- og launanefndar.
    Fundargerðin sem er 3 tl. er samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: ÁH

  3. Fundargerð 189. fundar Skipulags- og mannvirkjanefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags-og mannvirkjanefndar nr. 189 voru borin upp til staðfestingar.
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og mannvirkjanefndar:

    Mál.nr: 2012100073
    Heiti máls: Kortlagning hávaða innan sveitarfélagsins
    Lýsing: Bæjarverkfræðingur SES kynnir tillögu að aðgerðaráætlun gegn hávaða.
    Afgreiðsla: Nefndin leggur til að bæjarstjórn auglýsi framlagða tillögu að aðgerðaráætlun gegn hávaða.
    Bæjarstjórn vísar tillögum til F&L til framkvæmda.

    Mál.nr: 2013070015
    Heiti máls: Melabraut 33, umsókn um stækkun húss
    Málsaðili: Jón Gunnsteinn Hjálmarsson
    Lýsing: Sótt er um stækkun hússins að Melabraut 33 um 47 fm.
    Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagsskilmálum. Lokaúttekt.áskilin.

    Mál.nr: 2013060044
    Heiti máls: Miðbraut 22, umsókn um stækkun húss.
    Málsaðili: Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir
    Lýsing: Sótt er um byggingarleyfi fyrir 35 fm stækkun hússins að Miðbraut 22 vegna áforma um stækkun glugga, gerð svala og fleira.
    Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagsskilmálum. Lokaúttekt áskilin.

    Mál.nr: 2013060034
    Heiti máls: Bollagarðar 1-7 leiðrétting skráningar.
    Málsaðili: Theódóra Gísladóttir og fleiri
    Lýsing: Sótt um leyfi vegna leiðréttrar skráningar á stærðum húsanna 1-7 sem byggð voru við Bollagarða á lóðinni Bollagarðar 1-41
    Afgreiðsla: Samþykkt. Lokaúttekt áskilin.
    Til máls tóku: ÁH
  4. Fundargerð 123. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðb.svæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  5. Fundargerð 321. fundar stjórnar SORPU bs.
    Fundargerðin lögð fram.
  6. Fundargerð 807. fundar stjórnar Samb. Ísl. Sveitarfélaga.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerð 332. fundar stjórnar skíðasvæða höfuðb.svæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  8. Fundargerðir í stjórn Reykjanesfólkvangs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  9. Tillögur og erindi:
    a) Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Seltjarnarness leggur fram eftirfarandi fyrirspurn til bæjarstjóra:
    Tilefni fyrirspurnarinnar er skýrsla Umhverfisstofnunar um vatnasvæði þar sem fram kemur að losun á skólpi við Lambastaði valdi mengun og er losunarstaður rauðmerktur undir álagi. Í skýrslunni kemur fram að þar eigi sér stað uppsöfnun lífrænna efna og að vatn sé óheilnæmt. Lausnin á þessu vandamáli hefur legið fyrir árum saman, það er dælustöð sem byggja á við Sæból við Lambastaðavör og hefur hún verið á fjárhagsáætlun bæjarins í nokkur ár án þess að framkvæmdir hafi farið af stað. Ekki bólar enn á framkvæmdum 2013 þó nokkuð sé liðið á árið. Því vil ég beina eftirfarandi spurningum til bæjarstjóra:
    1.  Verður hafist handa við verkið á þessu ári?
    2.  Er búið að vinna tímasetta verk og kostnaðaráætlun fyrir verkið? Ef svo er óska ég eftir því að hún verði lögð
         fyrir bæjarstjórn til kynningar.

    Sigurþóra Bergsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Seltjarnarness.

    Svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar 21. ágúst 2013, nr. 777 undir lið 9.

    1.  Verður hafist handa við verkið á þessu ári?
    Eins og fram hefur komið á fundum veitustjórnar hefur dregist að fara í framkvæmd á byggingu dælustöðvar við Elliða. Skipulags- og mannvirkjanefnd þurfti að endurauglýsa áður auglýst deiliskipulag Lambastaðahverfis, sem tafið hefur framkvæmdina frá sl. hausti. Nú er þeirri vinnu lokið og bæjarverkfræðingur hefur keypt dælu og skipulagt uppsetningu hennar í haust.
    2.  Er búið að vinna tímasetta verk og kostnaðaráætlun fyrir verkið? Ef svo er óska ég eftir því að hún verði lögð fyrir bæjarstjórn til kynningar.
    Samþykkt var í fjárhagsáætlun ársins 2013, 24 mkr. framkvæmda við hönnun og frágang dælustöðvar við Elliða. Kostnaðaráætlun var lögð fram á fundi veitustjórnar sl. haust og samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

    Bæjarverkfræðingur hefur unnið að framtíðartillögu og kortlagningu á fráveitukerfi bæjarins, sem kynnt var árið 2010 í veitustjórn og er endurskoðuð árlega.
    Til upprifjunar þá var á árinu 2011 framlengd þrýstilögn við Suðurströnd að Eiðistorgi og þaðan að Ánanaustum (skolphreinsistöð), með þeirri framkvæmd minnkaði álagið á væntanlegri stöð við Elliða. Einnig var á árinu 2012 endurhannað og endurnýjuð dæla í dælubrunn við Norðurströnd/Lindarbraut. Einnig hafa verið lagðar regnvatnslagnir í götur sem leiða vatn út í sjó. Með því hefur innrennsli í fráveitukerfið lækkað.
    Á árinu 2012 og 2013 hafa fráveitulagnir út í sjó við Suðurströnd/Lindarbraut og Suðurströnd/Norðurströnd verið lengdar fram í sjó til að laga yfirfallsnema í útrásum.
    Kostnaður vegna þessara framkvæmda hleypur á tugum milljóna.
    Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri.

    Til máls tóku: SSB, ÁH,
    Fundi var slitið kl. 17:14
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?