Fara í efni

Bæjarstjórn

26. mars 2014

Miðvikudaginn 26. mars 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ) Árni Einarsson (ÁE) og Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson, setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 261. fundar Skólanefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

  2. Fundargerð 7. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Málsnúmer 2014 02 0038.

    Töluliður nr. 1 borinn upp

    Framkvæmdaleyfi vegna haugsetningar stórgrýtis við Bygggarðatanga.

    Samþykkt samhljóða.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MLÓ, BTÁ

  3. Fundargerð 116. fundar Menningarnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Töluliður nr. 8 borinn upp.

    ,,Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún taki afstöðu til breytingar á nafni Norðurstrandar og að ströndin fá nýtt heitið Gróttubraut“.

    Tillagan borin upp og feld með öllum greiddum atkvæðum.

    Til máls tóku: MLÓ, ÁE, LBL, SEJ, BTÁ

  4. Fundargerð 248. fundar Umhverfisnefndar.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: MLÓ,ÁH

  5. Fundargerð 9. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 400. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 43. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  8. Fundargerð 130. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: GM, BTÁ

Fundi var slitið kl. 17:09

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?