Fara í efni

Bæjarstjórn

11. júní 2014

Miðvikudaginn 11. júní 2014 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Guðmundur Magnússon (GM), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Lárus B. Lárusson (LBL), Árni Einarsson (ÁE), Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK).

Ritari bæjarstjórnar, Gunnar Lúðvíksson ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Magnússon, setti fund og stjórnaði.

  1. Lagt var fram bréf yfirkjörstjórnar Seltjarnarness um úrslit sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014.

    Á kjörskrá voru 3.361, þar af neyttu atkvæðisréttar 2.307, sem er 68.64% kjörsókn.

    1.014 karlar kusu og 1.193 konur. Auðir og ógildir seðlar voru 99. Breytingar á kjörseðlum voru óverulegar og hafa ekki áhrif á úrslit kosninga.

    Boðnir voru fram fjórir listar, B-listi, D-listi, N-listi og S-listi.

    Úrslit voru að B-listi hlaut 101 atkvæði, D-listi 1.161, N-listi 296 og S-listi 650.

    Kosningar hlutu:

    Af D-lista Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Sigrún Edda Jónsdóttir.

    Af N-lista Árni Einarsson.

    Af S-lista Margrét Lind Ólafsdóttir og Guðmundur Ari Sigurjónsson.

  2. Fundargerð 374. fundar Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 5. júní 2014.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: LBL

  3. Fundargerð Samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir, dags. 27/05/14.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: ÁE

  4. Fundargerð 10. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, dags. 26/05/14.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 336. fundar stjórnar SORPU bs., dags. 26/05/14.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 48. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 26/05/14.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. Fundargerð 196. fundar stjórnar Strætó bs., dags. 02/06/14.

    Fundargerðin lögð fram.

    Til máls tóku: SEJ

  8. a) Lagt var fram bréf, dags. 02/06/14 vegna kosningar / tilnefningar í ráð og nefndir á vegum SSH í kjölfar sveitarstjórnakosninga. Vísað til næsta bæjarstjórnarfundar til afgreiðslu.

    b) Lagður var fram samningur um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Seltjarnarneskaupstað.

    Til máls tóku: ÁH, GM, ÁE, LBL, SEJ

    Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.

Bæjarstjóri þakkaði bæjarfulltrúum fyrir gott samstarf á liðnu kjörtímabili.

Á þessum tímamótum vil ég sérstaklega þakka bæjarfulltrúa Lárusi B. Lárussyni fyrir hönd bæjarstjórnar samstarfið síðustu 8 ár í bæjarstjórn, sem hefur verið ánægjulegt og gefandi tímabil í þjónustu við bæjarbúa. Ég vil óska þér fyrir hönd okkar alls velfarnaðar í þeim verkefnum sem þú átt eftir að taka þér fyrir hendur í framtíðinni.

Til máls tóku: SEJ, ÁE, GM, EMK

Lárus B. Lárusson lagði fram eftirfarandi bókun:

Forseti, bæjarstjóri, bæjarfulltrúar og ágæti fundarritari, ég vil gjarnan á þessum tímamótum fá að þakka fyrir mig. Eins og þið þekkið þá ákvað ég að gefa ekki áfram kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins heldur snúa mér að öðrum viðfangsefnum. Ég vil þakka bæjarfulltrúum og starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og jafnframt fyrir samstarfið síðustu 12 árin sem ég hef starfað á vettvangi sveitarstjórnamála sem hafa oftast verið mjög ánægjuleg, lærdómsrík en því er ekki að neita að stundum hafa erfið og krefjandi viðfangsefni ratað inn á borð bæjarstjórnar.

Öllum starfsmönnum sem tilheyra bæjarskrifstofu og íþrótta- og tómstundasviði sem ég hef kynnst á þessum árum þakka ég sérstaklega samstarfið. Öllum öðru starfsfólki bæjarins sem ég hef kynnst í starfi mínu sem bæjarfulltrúi, nefndarformaður og fulltrúi í nefndum bæjarins þakka ég líka ánægjulegt samstarf.

Ég vil líka nota tækifærið og þakka bæjarbúum fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér í störfum mínum síðastliðinn 12 ár. Að fá tækifæri til að starfa á vettvangi sveitarstjórnarmála sbr. í bæjarstjórn og nefndum bæjarins þar sem ég hef fengið tækifæri til að vinna að ýmsum framfara verkefnum og góðum málum, hefur verið lærdómsríkt, gefandi, þroskandi og skemmtileg reynsla sem ég hefði ekki viljað vera án. Seltjarnarnesbær er eftirsóknarvert bæjarfélag til búsetu þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Seltjarnarnesbær er framsækið bæjarfélag og samfélag þar sem ábyrgðarkennd ríkir gagnvart náttúru og umhverfi auk þess sem hagkvæmni í rekstri og samfélagsleg ábyrgð eru ávallt höfð að leiðarljósi. Sveitarfélagið okkar er í fremstu röð á Íslandi, vel statt fjárhagslega, býður upp framúrskarandi skóla, öflugt íþrótta- og tómstundastarf og góða þjónustu við bæjarbúa og er jafnframt eitt skuldminnsta sveitarfélag landins.

Ég hverf afar sáttur frá störfum mínum í bæjarstjórn, sem formaður íþrótta- og tómstundanefndar sem og öðrum nefndum bæjarins og er stoltur af því að geta skilið við störf mín þar sem sveitarfélagið stendur vel hvort sem horft er til reksturs eða þjónustu og bera ársreikningar bæjarins undanfarin misseri vott um það. Ég óska nýrri bæjarstjórn sem tekur við stjórn bæjarfélagsins á nýju hagvaxtarskeiði farsældar í störfum sínum.

Lárus B. Lárusson bæjarfulltrúi

(Sign)

Í lok fundar var fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi var slitið kl. 17:28

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?