Fara í efni

Bæjarstjórn

13. maí 2015

Miðvikudaginn 13. maí  2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS),  Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson,  ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Sigrún Edda Jónsdóttir  setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 25. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.
    Eftirfarandi málsnúmer í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar nr. 25 voru borin upp til staðfestingar:
    Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi liði í fundargerð Skipulags- og umferðarnefndar.
    Mál.nr. 2013060013
    Heiti máls: Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins.
    Lýsing:  Bæjarráð vísar erindi SSH til Skipulags- og umferðarnefndar.
    Afgreiðsla: .Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.
    Ásgerður Halldórsdóttir ræddi afgreiðslu á tillögu að nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið og vil þakka fulltrúum Seltjarnarnesbæjar í svæðisskipulagsnefndinni fyrir þeirra þátt við meðferð og afgreiðslu málsins.

    Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

    Lögð fram til afgreiðslu tillaga svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins um nýtt svæðisskipulag.

    Tillaga að svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 var auglýst skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga þann 12. desember 2014, með athugasemdafresti til 2. febrúar, 2015. 43 athugasemdir við tillöguna bárust. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl, 2015 að senda tillögu að nýju svæðisskipulagi og umhverfismati ásamt breytingartillögum og umsögnum um innkomnar athugasemdir til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.

    Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir tillögu svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins að nýju svæðisskipulagi eins og tillagan ásamt umhverfisskýrslu var endanlega afgreidd á fundi nefndarinnar sem haldinn var 10. apríl 2015. Afgreiðsla bæjarstjórnar á samþykkt tillögunar er gerð á grundvelli 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða.

    Mál.nr. 2013060023
    Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar, Hofgarðar.
    Lýsing:  Vinnufundur farið yfir athugasemdir við lögbundna kynningu deiliskipulagstillögu.
    Afgreiðsla:  Drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum samþykkt.
    Bæjarstjórn vísað aftur til skipulags- og umferðarnefndar til samlestrar.

    Mál.nr.
    2013100050
    Heiti máls: Deiliskipulag Strandir.
    Lýsing:  Vinnufundur farið yfir athugasemdir við lögbundna kynningu deiliskipulagstillögu.*
    Afgreiðsla: . Drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum samþykkt..
    Bæjarstjórn vísað aftur til skipulags- og umferðarnefndar til samlestrar.

    Mál.nr.
    2013120072
    Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
    Lýsing:  Vinnufundur farið yfir athugasemdir við lögbundna kynningu deiliskipulagstillögu.
    Afgreiðsla: . Drög skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum samþykkt..
    Bæjarstjórn vísað aftur til skipulags- og umferðarnefndar til samlestrar.

    Mál.nr.
    2014120045
    Heiti máls: Þróunaráætlun Höfuðborgarsvæðisins 2015-18
    Lýsing:  Þróunaráætlun samþykkt á fundi Svæðisskipulagsnefndar 17.4.2015 send sveitarstjórnum til afgreiðslu.
    Afgreiðsla: .Samþykkt og vísað til bæjarstjórnar.

    Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkir þróunaráætlun 2015-2018, sem svæðisskipulagsnefndin hefur lagt til við aðildarsveitarfélögin taki mið af í aðgerðum sínum í skipulags- og byggingarmálum.
    Til máls tóku: ÁE, ÁH, SEJ, MLÓ

    Bókun vegna liðar 10 í fundargerð 25. fundar skipulags- og umferðarnefndar:
    Það er mikilvægt að sveitarfélög standi vörð um forræði sitt í skipulagsmálum og sýni hvert öðru gagnkvæma virðingu og skilning í skipulagsákvörðunum.
    Afstaða bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi til staðsetningar flugvallar í Reykjavík verður að byggjast á vel grundaðri greiningu á hagsmunum Seltirninga. Slík greining hefur ekki farið fram og því ekki tímabært að lýsa yfir afstöðu Seltjarnarnesbæjar til málsins.
    Lagt fram á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness 13. maí 2015.
    Árni Einarsson, bæjarfulltrúi Neslista

    Bæjarstjóra falið að ræða við nefndina í samræmi við umræður á fundinum varðandi bókunina.
  2. Fundargerð 392. fundar Fjölskyldunefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE,
  3. Fundargerð 123. fundar Menningarnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: MLÓ, ÁH
  4. Fundargerð 256. fundar Umhverfisnefndar.
    Fundargerðin lögð fram.
    Til máls tóku: ÁE, ÁH, MLÓ
  5. Fundargerðir 17. og 18. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  6. Fundargerð 344. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
    Fundargerðin lögð fram.
  7. Fundargerðir 216. og 217. fundar stjórnar Strætó bs.
    Fundargerðirnar lagðar fram.
  8. a) Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Bréf, dagsett 5. maí 2015 frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis lagt fram.
    Tillaga Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis um að bæjarstjórn staðfesti endurskoðaða samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla inna lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar, Seltjarnarnesbæjar, Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hafnarfjarðarkaupstaðar, er samþykkt samhljóða.
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
    Til máls tóku: ÁH

Fundi var slitið kl. 17:32

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?