Fara í efni

Bæjarstjórn

10. júní 2015

Miðvikudaginn 10. júní 2015 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Seltjarnarness saman til fundar í fundarsal sínum að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir (ÁH), Bjarni Torfi Álfþórsson (BTÁ), Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ), Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), Guðmundur Ari Sigurjónsson (GAS), Margrét Lind Ólafsdóttir (MLÓ) og Árni Einarsson (ÁE).

Ritari bæjarstjórnar Gunnar Lúðvíksson, ritaði fundargerð í tölvu.

Forseti bæjarstjórnar, Bjarni Torfi Álfþórsson setti fund og stjórnaði.

  1. Fundargerð 13. fundar Bæjarráðs.
    Fundargerðin sem er 15 tl. er samþykkt samhljóða.
    Fundargerð 14. fundar Bæjarráðs.
    Málsnúmer 2014120032 Mat á núverandi stjórnskipulagi byggingafulltrúa.
    Tillögur ráðgjafa Capacent voru kynntar á fundi bæjarráðs 4. júní sl. og samþykktar samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Bæjarstjórn staðfestir tillögur þeirra sem kynntar voru á fundi bæjarráðs 4. júní sl. af ráðgjöfum Capacent.
    Afgreiðsla 14. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með öllum greiddum atkvæðum.
    Fundargerðin sem er 5 tl. er að öðru leyti samþykkt samhljóða.
    Til máls tóku: ÁH, ÁE
  2. Fundargerð 27. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Lögð fram.

    Fundargerð 28. fundar Skipulags- og umferðarnefndar.

    Lögð fram.

  3. Fundargerð 350. fundar stjórnar SORPU bs.

    Fundargerðin lögð fram.

  4. Fundargerð 416. fundar stjórnar SSH.

    Fundargerðin lögð fram.

  5. Fundargerð 59. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

    Fundargerðin lögð fram.

  6. Fundargerð 828. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

    Fundargerðin lögð fram.

  7. a) 19. júní 2015 – 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna –

    Bæjarstjórn samþykkir í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní n.k. eftirfarandi:

    Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna hefur bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkt að veita starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar frí frá hádegi föstudaginn 19. júní. 

    Með lokun helstu stofnana eru starfsmenn bæjarins hvattir til að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins sem fram fara á Seltjarnarnesi og víðar um landið. 

    Meðfylgjandi eru leiðbeiningar um framkvæmdina:

    • Fríið nær til alls starfsfólks Seltjarnarnesbæjar sem er með vinnuskyldu þann 19. júní.

    • Starfsstaðir loka kl. 12.00 og verður starfsmönnum veitt frí frá þeim tíma, skv. ákvörðun um lokun starfsstaða.

    • Starfsfólki sem ekki gefst kostur á frítöku þennan dag vegna eðlis starfseminnar býðst að taka frí síðar.

    • Fríið verður miðað við vinnuskyldu starfsfólks frá kl. 13.00 til 22.00 og mun nema að hámarki 4 tímum.

    • Verði starfsmaður í veikindaleyfi þann 19. júní myndast ekki réttur til frítöku síðar.

    • Í Timon skal skrá launað leyfi.

Samþykkt með 6 atkvæðum, Guðmundur Ari sat hjá.

Til máls tóku: ÁH, ÁE, MLÓ,

Fundi var slitið kl. 17:12

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?