Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

361. fundur 15. nóvember 2005

361. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 15. nóvember 2005 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Stefán Bjarnason sat fundinn undir 1. tl.

             Þetta gerðist:

 

  1. Lögð var fram tillaga að fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar og fyrirtækja fyrir árið 2006.  Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu stærðum fjárhagsáætlunarinnar. 

Samþykkt var að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

  1. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar og Ístaks um framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja við Suðurströnd.

Samningurinn samþykktur og vísað til bæjarstjórnar.

 

  1. Lagður var fram samningur Þyrpingar hf. og Seltjarnarnesbæjar vegna tilboðs um kaup á fasteignum bæjarins við Sef- og Bygggarða ásamt leigusamningi.

Samningurinn samþykktur og vísað til bæjarstjórnar.

 

  1. Lagt fram verðmat Eignamiðlunar dags. 10.11.2005 á byggingarrétti á Hrólfsskálamel.

 

  1. Lögð var fram fjárhagsáætlun og gjaldskrá Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis fyrir árið 2006.

 

  1. Lagt var fram bréf stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 02.11.2005 með ósk um aukið framlag.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki annarra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:35

 

Inga Hersteinsdóttir (sign)                                 Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)                         Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?