Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

363. fundur 10. janúar 2006

363. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2006 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

             Þetta gerðist:

 

  1. Lögð var fram langtímafjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2007-2009.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

Samþykkt samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

  1. Lagt var fram samkomulag um starfslok leikskólastjóra Mánabrekku, dags. 16. desember 2005.

Samkomulagið var samþykkt samhljóða.

 

  1. Lögð var fram viljayfirlýsing Seltjarnarnesbæjar og Lauga ehf./Þreks ehf. um byggingu og rekstur heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness, dags. 20. desember 2005.

Viljayfirlýsingin var samþykkt.

 

  1. Lögð fram stefna H.Ó. á hendur Seltjarnarnesbæjar lögð fram í Héraðsdómi 15. desember 2005.

Bæjarlögmanni falið að vinna að málinu f.h. bæjarins.

 

  1. Lagt var fram bréf Bjargeyjar Aðalsteinsdóttur og Þorsteins Guðjónssonar dags. 7. desember 2005  þar sem óskað er rökstuðnings fyrir vali á samstarfsaðila um rekstur líkams- og heilsuræktar við Sundlaug Seltjarnarness.

Einnig lagt fram svarbréf bæjarstjóra dags. 10. janúar 2005, bæjarstjóra falið að senda svarbréfið.

 

  1. Lagður var fram þjónustusamningur Fjölsmiðjunnar og Seltjarnarnesbæjar dags. 12. desember 2005.

Samningurinn var samþykktur samhljóða.

           

  1. Lagt var fram óundirritað samkomulag um sölu eignarhluta og framkvæmdir við Félagsheimili Seltjarnarness, dags. 15. desember 2005.

Bæjarstjóra falið að ganga frá samkomulaginu.

 

  1. Rætt var um starfshvetjandi umbun til handa starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar.

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:

Tillaga:

Lagt er til að fjárhags- og launanefnd samþykki að allir starfsmenn Seltjarnarnesbæjar sem eru í föstu starfi hjá bænum fái gjafabréf að fjárhæð 20.000 kr. í janúar 2006.  Um er að ræða þakklæti bæjaryfirvalda til starfsmanna fyrir frábær störf á s.l. ári, sem unnin hafa verið af alúð, samviskusemi og miklum dugnaði, oft við þær aðstæður að starfsstéttir hafi verið undirmannaðar vegna þeirrar þenslu sem ríkir í landinu og almennan skort á vinnuafli.  Þrátt fyrir þetta hafa starfsmenn Seltjarnarnesbæjar viðhaldið háu þjónustustigi og engar takmarkanir orðið á þjónustu við bæjarbúa.  Fyrir það ber að þakka.

Greinargerð:

Síðustu daga ársins komu leikskólastjórar með þá hugmynd að umbuna starfsmönnum leikskóla með 20.000 kr. gjafabréfi til allra starfsmanna leikskólanna.  Bæjarstjóri féllst á hugmyndina enda væri til fjármagn á fjárhagsáætlun ársins 2005 til þess.  Í kjölfarið kom formaður Starfsmannafélags Seltjarnarness að máli við bæjarstjóra og óskaði eftir því að allir starfsmenn fengju það sama enda hefði víðar en á leikskólum bæjarins verið mannekla.

Jónmundur Guðmarsson
Bæjarstjóri 

Samþykkt var að greiða öllum fastráðnum starfsmönnum bæjarins 20.000.- kr. eftir skatta eingreiðslu þann 1. febrúar nk. miðað við fullt starf, hlutfallslega miðað við starfshlutfall.   Að öðru leyti vísast til launamálaráðstefnu Launanefndar sveitarfélaga sem haldin verður 20. janúar nk. þar sem vonir standa til að tekið verði heildstætt á launakjörum þeirra lægstlaunuðu.

 

  1. Lagt fram bréf Strætó bs. dags. 28.12.2005, með ósk um tilnefningu í starfshóp um kostnaðarskiptingu.

Tilnefndur var Lúðvík Hjalti Jónsson og til vara Stefán  Bjarnason.

 

10.      Lagt fram bréf dags. 3. janúar 2006 vegna Launamálaráðstefnu Launanefndar sveitarfélaga sem haldin verður 20. janúar 2006.

Samþykkt var að tilnefna Jónmund Guðmarsson, Ásgerði Halldórsdóttur og Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur fulltrúa Seltjarnarnesbæjar á ráðstefnunni.

 

11.       Lagt fram bréf dags. 14. desember 2005 frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness.

 

12.      Samþykkt var 200.000.- kr. framlag til þeirra framboða sem bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi í maí n.k.

 

13.       Lagt var fram minnisblað tækni- og umhverfissviðs vegna samninga um sorphirðu.

Bæjarstjóra falið að vinna að gerð samkomulags á grundvelli minnisblaðsins.

 

14       Samþykktur var styrkur kr. 50.000.- til Rotary vegna styrktartónleika.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:15

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)                    Inga Hersteinsdóttir (sign)

Guðrún H. Brynleifsdóttir (sign)                 Jónmundur Guðmarsson (sign)



 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?