Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

332. fundur 12. júní 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir (frá og með lið 6), Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað dags. 11. júní sl. frá bæjartæknifræðingi um breytingar á fjárhagsáætlun vegna niðurfalla o.fl. við Norðurströnd.

Erindið var samþykkt.

2. Lögð fram drög að samningi við Offset ehf. vegna prentunar launaseðla og reikninga á vegum bæjarins.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn.

 

3. Lagt fram bréf bæjarstjóra til skólastjóra Mýrarhúsaskóla dags. 28.4 sl. vegna skoðunar á fjármálum skólans og svar skólastjóra dags. 12.5 sl.

 

4. Lagt fram drög að bréfi bæjarstjóra til skólastjóra Mýrarhúsaskóla dags. 11.6 sl. vegna skoðunar á fjármálum skólans.

 

5. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Félagsmálaráðs dags. 22.5 sl. vegna erindis grunnskólafulltrúa vegna fatlaðra nemenda í Skólaskjóli.

Samþykkt að fyrirkomulag verði óbreytt á haustmisseri og bæjarstjóra falið að gera tillögu að fyrirkomulagi þessara mála við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2004.

Inga Hersteinsdóttir mætti á fundinn.

 

6. Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa og framkvæmdastjóra fjármálasviðs dags. 10.6 sl. vegna þátttöku foreldra í greiðslu kostnaðar vegna ráðgjafar. Erindið samþykkt og bæjarstjóra falið að kynna viðkomandi aðilum ákvörðunina.

 

7. Lögð fram tillaga að forsendum fjárhagsáætlunar Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004.

Rammi að fjárhagsáætlun 2004 samþykktur.

 

8. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs dags. 20.5 sl. um brunavarnakerfi að Skólabraut 3-5.

Erindið samþykkt.

 

9. Lagt fram erindi Landssamtaka hjartasjúklinga vegna styrks til átaksverkefnisins "Við víglínuna".

Ekki er unnt að verða við erindinu.

 

10. Lagt fram erindi Saman-hópsins um stuðning við forvarnarstarf.

Erindinu vísað til félagsmálaráðs.

 

11. Rætt var um drög að erindisbréfi fjárhags – og launanefndar.

Erindisbréfið samþykkt. Bæjarstjóra falið að gera athugun á því með hvaða hætti bæjarráð annarra sveitarfélaga starfa í samanburði við fjárhags – og launanefnd.

 

12. Ársreikningur slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs fyrir árið 2002 lagður fram. Ársreikningur samþykktur.

 

13. Lagt fram bréf dags. 1. maí sl. frá starfsmönnum leikskóla og svarbréf leikskólafulltrúa dags. 3. júní sl.

Fundi slitið kl. 9:45

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

             Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?