Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

385. fundur 21. september 2007

385. fundur Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn  föstudaginn 21. september 2007 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Jónmundur Guðmarsson  og Lúðvík Hjalti Jónsson,  sem ritaði fundargerð.

            Þetta gerðist:

  1. Rætt var um gerð fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2008.  Lagðar voru fram forsendur við gerð fjárhagsáætlunar og ferli.
    Samþykkt og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.
    (Málsnúmer: 2007090070 )

  2. Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um gatnagerðargjöld á Seltjarnarnesi, sbr. lög nr. 153/2006.
    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007060017)
  3. Lagt var fram samkomulag Seltjarnarneskaupstaðar og Íslenskra Aðalverktaka hf. , vegna breytinga á deiliskipulagi skóla- og íþróttasvæðis, dags. 11. sept. 2007.
    Samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

            (Málsnúmer. 2005120035)

  1. Lögð fram tillaga bæjarstjóra um rafræn fundargögn bæjarstjórnar.
    Samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer: 2007080034)

  2. Lagður var fram samningur Seltjarnarnesbæjar, Lauga ehf. og Þreks ehf. um byggingu og rekstur heilsuræktar í tengslum við Íþróttamiðstöð Seltjarnarness, dags. 14. september s.l.
    Samþykkt samhljóða og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    (Málsnúmer: 2007090040 )

  3. Bæjarstjóri greindi frá því að í vinnslu væri endurskoðun á skipuriti bæjarins sbr. 376. fund nefndarinnar.

  4. Lagt fram bréf dags. 19. september sl. frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs, ásamt tillögu um umönnunargreiðslur/heimagreiðslur til foreldra.
    Samþykkt og vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2008.
    (Málsnúmer: 2007090021)

  5. Lagt fram bréf dags. 19. september sl. frá framkvæmdastjóra færðslu- og menningarsviðs ásamt tillögu um greiðslu kostnaðar háhraðatengingar fagfólks skólastofnana bæjarins.

    Afgreiðslu frestað til næsta fundar og bæjarstjóra falið að leggja fram frekari gögn.
    (Málsnúmer: 2007070032)

  6. Lagt fram bréf dags. 19. september sl. frá framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs vegna styrkbeiðni frá Bókaútgáfunni Hólum.
    Samþykkt 50.000 kr. styrkur.
    (Málsnúmer: 2007090064)

  7. Lögð fram viljayfirlýsing Seltjarnarnesbæjar og Vodafone um uppbyggingu þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og undirrita viljayfirlýsinguna.
    (Málsnúmer: 2007060014)

  8. Samþykkt að hækka líkasmræktarstyrki bæjarins í 15.000 kr. frá 1. janúar 2008.

  9. Lagt fram bréf dags. 29. maí sl. með beiðni um styrk vegna píanónáms.
    Fjárhags- og launanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.
    (Málsnúmer: 2007070005 )

 

             Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 08:55

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)              Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Pétursson (sign)            Jónmundur Guðmarsson (sign)

 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?