Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

328. fundur 13. mars 2003

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Inga Hersteinsdóttir, Jónmundur Guðmarsson og Lúðvík Hjalti Jónsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.            Erindi Reykjavíkurborgar dags. 05.02.2003 um húsnæðismál framhaldsskólanna í Reykjavík.  Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

2.            Þjónustusamningur Eigendafélags Æskulýðs- og Félagsheimilis Seltjarnarness dags. 10. mars 2003 lagður fram.  Einnig lagðar fram útleigureglur Félagsheimilis Seltjarnarness, gjaldskrá og drög að afnotasamningum.

 

3.            Snorri Aðalsteinsson, félagsmálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir þátttöku Seltjarnarnesbæjar í rekstri Alþjóðahúss.

Samþykkt að bæjarstjóri gangi frá áframhaldandi þátttöku Seltjarnarnesbæjar sbr. fyrirliggjandi samningsdrög.

 

4.            Lagt fram minnisblað grunnskólafulltrúa dags. 07.03.2003 um styrkbeiðni vegna námsferðar kennara.

Fjárhags- og launanefnd fagnar frumkvæði skólanna til endurmenntunar starfsmanna, en bendir á að grunnskólarnir hafa fjármagn á fjárhagsáætlun til endurmenntunar og sömuleiðis er fjármagn á fjárhagsáætlun kr. 1 millj. ætlað til sérstakra verkefna skólanefndar.  Fjárhags- og launanefnd bendir Skólanefnd á að nýta hluta af þessu fjármagni til að koma til móts við umsóknina.

 

5.            Lagt fram bréf frá Nýsköpunarsjóði námsmanna dags. 20.02.2003 um atvinnuhorfur námsmanna.

Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun sinni.

 

6.            Lagt fram bréf dags. 24.02.2003 um ráðstefnu Norrænu Alzheimarsamtakanna.  Samþykkt að vísa erindinu til félagsmálaráðs.

 

7.            Lagt fram bréf Þorvaldar Þ. Þorvaldssonar dags. 04.03.2003 þar sem óskað er eftir styrk vegna tónlistarnáms.

Samþykkt að vísa erindinu til Menningarnefndar.

 

8.            Lagt fram bréf frá Landsspítala háskólasjúkrahúss dags. 24.01.2003 um lækkun útsvars gjaldárið 2002.

Bæjarstjóra falið að ræða mögulegar lausnir við félagsmálastjóra.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:25.

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Jónmundur Guðmarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?