Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

272. fundur 19. september 1999

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Erna Nielsen og Högni Óskarsson.

Einnig mættu á fundinn bæjarstjóri og bæjarritari sem ritaði fundargerðina.  

 

 

1.        Gjaldskrá leikskóla.

 

Lagt var til að vistgjöld (leikskólagjöld) hækkuðu um 20%  frá 1. október 1999. 

 

Högni Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúi Neslistans í fjárhags-og launanefnd telur ekki forsendur fyrir því að hækka vistgjöld á leikskólum bæjarins um 20% þó svo að verulegar hækkanir hafi orðið á rekstri leikskóla vegna launahækkana og vegna aukningar á fjölda faglæðra starfsmanna.

Þessi hækkun mun bitna á þeim fjölskyldum sem viðkvæmastar eru  fyrir hækkunum þ.e.foreldrum með börn á leikskólaaldri sem einnig eru að koma sér upp íbúðarhúsnæði.

Er tillagan um hækkun því óforsvaranleg.“

 

       Högni Óskarsson (sign)

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftrifarandi bókun:

„Meirihlutinn bendir á að fulltrúi Neslistans stóð ásamt öðrum fundarmönnum að launahækkunum  til handa leikskólakennurum og ófaglærðu starfsfólki  leikskólanna s.l. vetur.  Tilgangurinn var m.a. að draga úr tíðum mannaskiptum á leikskólunum og laða til þeirra leikskólakennara.

Þessu takmarki hefur verið náð.  Ennfremur hefur sérfræðingum verið fjölgað.  Rekstrarkostnaður leikskólanna hefur að sjálfsögðu aukist verulega við þessa bættu þjónustu og bætt vinnufrið á leikskólum bæjarins.“ 

 

Samþykkt var að vísa tillögunni til skólanefndar.

 

 

2.        Fjárhagsáætlunarrammi fyrir árið 2000.

Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið og verður ramminn kynntur stofnunum.

 

 

3.        Undirbúningur að fjárhagsáætlunum fyrir árið 2000 er hafinn.

Ákveðið var að fjárhags-og launanefnd heimsækti stofnanir bæjarins e.h. þriðjudaginn 28. september 1999.

 

 

4.    Samþykkt var að leggja til að yfirkennurum í grunnskólum bæjarins     

verði greidd sama yfirvinnuhækkun og umsamdist við kennara á s.l. ári.

       Hækkunin gildir frá 1/1 1999.

 

Fundi  slitið kl.17:58 Álfþór B. Jóhannsson (sign)  

 

Erna Nilsen (sign)             Inga Hersteinsdóttir (sign)

Högni Óskarsson  (sign)   Sigurgeir Sigurðsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?